,

Lyfjagát

Lyfjagát

Pharmacovigilance

 

Eftirlit með aukaverkunum lyfja (lyfjagát) er öflugt ferli sem snýr að því að auka öryggi sjúklinga. Skráning og eftirfylgni á aukaverkunum getur dregið úr áhættu og aukið ávinning af notkun lyfja. Lyfjagát er hluti af almennri lýðheilsu og oft eina leiðin til að uppgötva sjaldgæfar aukaverkanir.
Aukaverkanir vegna lyfja (eða lækningatækja) skal tilkynna Lyfjastofnun, smellið hér 

Mikilvægt er að ræða allar aukaverkanir við lækni, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing.

Eftirlit með lækningatækjum (medical device)


Frávik, galla eða óvirkni vegna lækningatækja, sem kann að valda eða hefur valdið heilsutjóni eða dauða, ber að tilkynna Lyfjastofnun samkvæmt 11. gr. laga um lækningatæki nr. 16/2001.