,

Heilsu-og íþróttasvið

Heilsu-og íþróttasvið skiptist í 2 deildir: Íþróttadeild og Heilsu og vellíðan.

Íþróttadeild annast sölu og markaðssetningu Nike og Speedo á Íslandi. Starfsfólk starfar náið með smásöluverslunum á sviði íþróttavara auk þess að starfa með íþróttafélögum og golfklúbbum út um allt land. Samstarfið með Nike hefur staðið yfir í meira en 25 ár og eru helstu áherslur fatnaður, skór, aukahlutir, golf og íþróttabúningar. Helstu áherslur Speedo eru allur sundfatnaður, keppnis-, æfinga- og hefðbundinn sundfatnaður, auk allra fylgihluta sem tengjast sundi. Speedo hefur verið hluti af Icepharma síðan í ágúst 2014.

Heilsa og vellíðan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á heilsutengdum vörum svo sem vítamínum, lífrænum barnamat, húðvörum og hárvörum. Heilsu-og íþróttasvið er með breitt vöruval og þjónustar viðskiptavini í gegnum apótek og stórmarkaði. Starfsmenn sviðsins aðstoða varðandi vöruval og framstillingar jafnframt því að veita starfsfólki apóteka og lykilstarfsfólki stórmarkaða upplýsingar um vörur sviðsins.

Framkvæmdastjóri Heilsu-og íþróttasviðs er Þuríður Hrund Hjartardóttir.