,

Lyfjasvið

Lyfjasvið

 

Lyfjasvið sérhæfir sig í markaðssetningu og sölu lyfja og tengdra vara bæði fyrir menn og dýr. Lyfjasvið starfar aðallega með frumlyfjaframleiðendum og er samstarfsformið með stærri birgjum þannig að um hýsingu er að ræða, þ.e. starsfólk Icepharma tengist birgjanum mjög náið og fær upplýsingar og aðgang að markaðsstarfi og sérþekkingu birgjanna eins og um eigin starfsmenn þeirra væri að ræða.

Sviðinu er skipt upp í deildir sem hver um sig sinnir ákveðnum erlendum umboðsfyrirtækjum og oft er um verulega samkeppni að ræða milli deilda, sem gerir miklar kröfur til Icepharma um varðveislu og aðgangstakmarkanir að trúnaðarupplýsingum.

Skráningardeild er deild innan lyfjasviðs sem annast skráningarmál, m.a. samskipti við yfirvöld, umsóknir og viðhald markaðsleyfa. Miklar kröfur eru gerðar til dreifingaraðila lyfja á Íslandi og er þar fylgt alþjóðlegum reglum og lögum. Skráningardeildin þjónar hér lykilhlutverki.

Allt starfsfólk sviðsins starfar eftir siðareglum sem settar hafa verið af Frumtökum (Félag frumlyfjaframleiðenda) og Læknafélagi Íslands auk siðareglna þeirra birgja, sem starfað er fyrir.

Framkvæmdastjóri Lyfjasviðs er Bessi H. Jóhannesson.