,

Gildin okkar

Gildin okkar

Fyrirtækið hefur víðtæk áhrif á líf okkar. Það er með starfi okkar hér sem við náum að þroska okkur faglega og það er hér sem við myndum sterk, félagsleg tengsl. Við stöndum saman um að vernda vinnustaðinn og uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til okkar. Við höfum sjálf áhrif á það hvernig og á hvaða hátt Icepharma hefur áhrif á okkur og líf okkar.

Starfsemi Icepharma einkennist af umhyggju gagnvart viðskiptavinum okkar, starfsfólki, fjárfestum og því samfélagi sem við störfum í. Til að viðhalda þessum starfsanda, reiðum við okkur á fjögur gildi í daglegu starfi: 

 

Ábyrgð

 • Við látum okkur annt um þau verkefni sem við tökum að okkur
 • Við tökum ábyrgð á ákvörðunum okkar og athöfnum
 • Við notum fjármuni fyrirtækisins af skynsemi

 

Gleði

 • Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, lífsgleði, virðingu og samkennd
 • Við höfum einlægan áhuga á viðskiptavinum okkar og velferð þeirra
 • Við viljum eiga þátt í bættum lífsgæðum þeirra sem við eigum í samskiptum við

 

Metnaður

 • Við leggjum áherslu á réttar og áreiðanlegar upplýsingar
 • Við notum frelsi okkar og sveigjanleika til athafna
 • Við viljum eiga þátt í árangri þeirra sem við eigum í samskiptum við

 

Trúverðugleiki

 • Við höldum okkur við staðreyndir og stöndum við gefin loforð
 • Við leggjum áherslu á gagnsæi og heiðarleika
 • Við erum fagleg í því sem við tökum okkur fyrir hendur