,

Það sem skiptir okkur máli

Það sem skiptir okkur máli

Gæði

Það er gagnkvæmur hagur okkar og viðskiptavina að vörur og þjónusta uppfylli allar gæðakröfur. Tilgangur okkar er að leysa vandamál og leita bestu lausna.

Umhverfismál

Vörur okkar uppfylla ætíð ítrustu umhverfisstaðla til að tryggja að ekki verði skaði á fólki eða umhverfi. Við veitum góðar leiðbeiningar til að tryggja rétta notkun á vörum og aðstoðum viðskiptavini eftir bestu getu. Við sýnum náttúrunni virðingu og forðumst sóun í daglegum rekstri.

Samfélagið

Við erum þátttakandi í samfélaginu með þeim vörum og þjónustu sem við seljum. Við tökum þátt í samfélagsumræðunni með jákvæðu hugarfari. Við styðjum við líknarfélög og höfum skilning á mikilvægi þeirra fyrir þá sem minna mega sín. Við höfum ekki áhrif á stjórnmál með fjárhagslegum stuðningi.

Upplýsingagjöf

Þekking er mikilvæg til að komast áfram í lífinu, fyrir okkur sjálf, viðskiptavini og samfélagið. Upplýsingagjöf til starfsfólks nýtur forgangs og skilaboðin eru ætíð skýr. Viðskiptavinir eiga sömu kröfu á okkur og við sinnum þeim af sama heiðarleika.

Viðskiptavinir

Við viljum að vörur og þjónusta hjá okkur komi viðskiptavinum á óvart með jákvæðum hætti. Engu að síður gerum við ráð fyrir að viðskiptavinir séu gagnrýnir og geri miklar væntingar til okkar. Við mætum hindrunum og óvæntum uppákomum með jákvæðu hugarfari og lítum á þær sem tækifæri til að bæta þjónustuna.

Keppinautar

Við berum virðingu fyrir keppinautum, bæði í umtali og hegðun. Við erum í forystu meðal keppinauta okkar.

Viðskiptasiðferði

Icepharma hefur eigin siðareglur og við fylgjum einnig siðareglum samstarfsaðila. Við stundum viðskipti með heiðarleika að leiðarljósi og virðum samkeppnislög.

Starfsmenn

Við erum besta liðið, sveigjanleg, full metnaðar og bíðum þess með óþreyju að fá að nýta kraftana öllum í hag, viðskiptavinum, fyrirtækinu og okkur sjálfum. Sem starfsmenn viljum við fá að reyna hugmyndir okkar, deila þeim með samstarfsfólki og finna lausnir. Vandamál eins er vandamál allra. Þannig hjálpumst við að og tökum gagnrýni og ábendingum um úrbætur með jákvæðu hugarfari. Árangur er takmark okkar allra.

Fjölskyldan

Við berum virðingu fyrir fjölskyldum starfsmanna og leitumst við að halda ætíð jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar. Við viljum styrkja tengslin á milli okkar og styðjum börn starfsmanna til tómstundastarfa.

Stjórnendur

Við gerum þær kröfur til stjórnenda að þeir séu leiðtogar fyrir sitt fólk, styðji það og virði(sýni því virðingu). Stjórnendum ber að skapa umhverfi þar sem starfsfólk hefur forsendur til að sinna starfi sínu af alúð og hefur möguleika á að þróast í starfi. Stjórnendur sýni ábyrgð og séu meðvitaðir um kostnað og starfsfólki sínu góð fyrirmynd í hvívetna.