,

Sagan

Sagan

Saga Icepharma hf.

Icepharma hf. kom fyrst fram á sjónarsviðið í október 2004. Atorka hf. hafði þá keypt fyrirtækið Líf hf., sem átti og rak fyrirtækin Thorarensen Lyf ehf., Ísmed, Grócó, Heilsuverslun Íslands, A. Karlsson hf., Ilsanta, Lyfjadreifingu hf. og Ísfarm. Við kaup Atorku á Líf hf. var félagið afskráð úr Kauphöll Íslands. Í framhaldinu voru fyrirtækin Thorarensen Lyf, Ísfarm og Heilsuverslun Íslands sameinuð undir nafninu Icepharma hf. og hófst formlegur rekstur Icepharma hf. þann 1. janúar, 2005. Í apríl 2005, keypti Atorka allt hlutafé í Austurbakka hf. og var Austurbakki í kjölfarið afskráð úr Kauphöll Íslands.

Haustið 2005 var ákveðið að sameina Icepharma, Ísmed og Austurbakka undir nafni Icepharma og hefur félagið verið rekið með því formi frá 1. janúar 2006. Vorið 2007 dró Atorka sig að mestu úr rekstri fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum og voru flest ofangreindra fyrirtækja seld. Atorka seldi stjórnarformanni og helstu lykilstjórnendum Icepharma hf félagið í maí 2007.

Upphafsrætur Icepharma má því rekja til stofnunar Stefáns Thorarensen á Laugavegsapóteki árið 1919. Icepharma byggir því á traustum grunni og mikilli þekkingu, sem tekist hefur að varðveita þrátt fyrir þær miklu breytingar sem félagið hefur gengið í gegnum á undanförnum árum.