,

Austurbakki

Austurbakki


Austurbakki hf. hóf starfsemi árið 1967. Fyrsti forstjóri fyrirtækisins og stofnandi var Árni Árnason og var fyrirtækið nefnt í höfuðið á fæðingarheimili hans við Brunnstíg í vesturbæ Reykjavíkur. Um mjög fjölbreyttan innflutning var að ræða og má þar nefna íþróttavörur, skófatnað, hjólbarða, leikfangabíla, filmur, flísar og seymi sem notuð eru við skurðaðgerðir.

Árið 1982 lét stofnandi fyrirtækisins, Árni Árnason, af stjórn þess og við rekstrinum tóku sonur hans, Árni Þór Árnason og tengdasonur Valdimar Olsen. Árið 2000 var fyrirtækið sett á markað og skráð á Verðbréfaþing Íslands. Á þeim tíma hafði fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og var skipt í 6 markaðs-og söludeildir: Hjúkrunar- og læknavörudeild, lyfjadeild, víndeild, íþróttavörudeild, dagvörudeild og iðnaðarvörudeild, auk tveggja stoðdeilda, fjármáladeild og lager.

Í apríl 2005 keypti Atorka hf. allt hlutafé í Austurbakka hf. og var fyrirtækið afskráð af markaði í kjölfarið. Árni Þór og Valdimar hættu störfum fyrir Austurbakka á þessum tímamótum og var Margrét Guðmundsdóttir ráðin nýr framkvæmdastjóri.

1. janúar 2006 sameinaðist Austurbakki Ísmed og Icepharma undir nafni Icepharma hf.