,

Heilsuverslun Íslands

Heilsuverslun Íslands

Fyrirtækið var stofnað af Lyfjaverslun Íslands og Ólafi Erni Karlssyni í desember árið 1999 og sérhæfði sig í sölu og markaðssetningu á heilsuvörum, vítamínum, bætiefnum, náttúrulyfjum og heilsutengdum vörum. Um mitt ár 2000 var stofnuð fatadeild innan Heilsuverslunar sem seldi vörur frá Joe Boxer og Levante.

1. Apríl 2003 voru gerðar skipulagsbreytingar á fyrirtækinu og því skipt í neytendavörusvið og heilsuvörusvið og fatadeild fyrirtækisins seld.

Árið 2004 sameinaðist Heilsuverslun Íslands, Thorarensen Lyf og Ísfarm undir nafninu Icepharma hf.