,

Ísfarm

Ísfarm

Einar Birnir stofnaði Ísfarm ehf. árið 1990. 1. júlí 1997 keypti Lyfjaverslun Íslands hf. Lyfja- og rannsóknarhluta félagsins og tók yfir umboðssamninga þessu tengdu. Með kaupunum fylgdu réttindi til notkunar á nafninu Ísfarm. Við þessi kaup sameinaði Lyfjaverslun Íslands alla sölu og markaðssetningu þeirra lyfja sem áður höfðu verið seld af Lyfjaverslun ríkisins í umboðssölu og varð það hluti af  Ísfarm.

Ísfarm ehf. og Thorarensen Lyf ehf. sameinuðust í október 2004 undir nafninu Icepharma hf. og var Guðrún Ýr Gunnarsdóttir lyfjafræðingur fyrsti forstjóri Icepharma.