,

Ísmed

Ísmed


Ísmed ehf. var stofnað 17. nóvember, 1997 utan um sölu og markaðssetningu á lækningatækjum, hjúkrunarvörum og skurðstofuáhöldum. Ísmed á uppruna sinn að rekja til Lyfjaverslunar ríkisins sem var einkavædd árið 1994 og varð að Lyfjaverslun Íslands . Sölu og markaðsstarfssemi Lyfjaverslunar var skipt upp tvennt og fór hjúkrunarhlutinn til Ísmed en lyfjahlutinn til Ísfarm.

Dreifingarhluti Lyfjaverslunarinnar sameinaðist Lyfjadreifingu 1. janúar 2002.

Árið 2004 var lækningatækja- og hjúkrunarvöruhluti Thorarensen Lyfja ehf. sameinaður Ísmed.  1. janúar 2006 sameinaðist Ísmed ehf, Austurbakka og Icepharma undir nafni Icepharma.

Sigrún Stefánsdóttir var fyrsti og eini framkvæmdastjóri Ísmed.