,

Afhending og sendingarskostnaður

Afhending og sendingarkostnaður

Við bjóðum viðskiptavinum okkar á Íslandi upp á fría heimsendingu innanlands, óháð þeirri upphæð sem verslað er fyrir. Allar pantanir eru sendar með Póstinum heim að dyrum eða á það pósthús sem er næst kaupanda. Mögulegt er að fá vörur sendar á annað heimilisfang en kaupandans, t.d. ef þú vilt fá vöruna afhenta á vinnustað eða þegar um gjafir er að ræða.

Þú færð sms tilkynningu frá Póstinum áður en útkeyrsla er reynd og/eða þegar pakkinn er tilbúinn til afhendingar. Það tekur almennt 2-3 virka daga að fá vöruna í hendur eftir að gengið hefur verið frá pöntun. Engar pantanir eru sendar um helgar eða á frídögum. Um afhendingu vörunnar gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins.

Um ábyrgð seljanda á vörunni eftir að hún er afhent flutningsaðila fer eftir flutningsskilmálum Póstsins, sjá ofangreinda vefslóð. Eftir að kaupandi hefur fengið vöruna í hendur ber honum án tafar að yfirfara vöruna í því skyni að meta hvort varan sé í umsömdu ásigkomulagi. Kaupandi hefur 14 daga frest eftir afhendingu til að tilkynna seljanda um tjón á vöru sem rekja má til annars en eiginleika vörunnar.

Ef afhending vörunnar tekst ekki vegna atvika sem varða kaupanda þá mun seljandi geyma vöruna á lager í 2 vikur frá því flutningsaðili hefur fyrst reynt að koma vörunni til kaupanda. Að tveimur viknum liðnum hefur seljandi heimild til að rifta samningnum án frekari fyrirvara og endurgreiða kaupanda kaupverðið.
Ekki er hægt að senda vörur til útlanda úr vefverslun Icepharma.