,

Spurningar og svör

Það er einfalt og þægilegt að versla hjá www.hverslun.is. Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og færð vöruna senda heim að dyrum* eftir 1-2 virka daga þér að kostnaðarlausu.

*Vara er send heim að dyrum í þeim póstnúmerum þar sem Pósturinn er með heimaksturskerfi að öðrum kosti er varan send á næsta pósthús.

 

Spurningar og svör:

Get ég komið og skoðað/mátað/keypt?

Já, þér er velkomið að kíkja í búðina til okkar, H Verslun, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. Þar er einnig hægt að kaupa sömu Nike vörur og fást í netversluninni.

  • Icepharma, gengið inn undir H Verslun merkinu
  • Lyngháls 13, 110 Rvk
  • Opið 12:00 -17:00 alla virka daga
  • Sími 540-8080


Hvernig get ég greitt vörur í versluninni og á netinu?

Í H Verslun að Lynghálsi 13 er hægt að greiða með pening, debit- og kreditkorti og Netgíró.

Í vefverslun er hægt að greiða með kreditkorti og Netgíró. Netgíró býður upp á fjölmarga, fjölbreytilega greiðslumöguleika og með Netgíró hefur þú alltaf allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest. Hægt er að lesa sér nánar til um það hér.


Má ég skila vörum sem keyptar eru í gegnum netið?

Já, þú hefur 14 daga til að skila vörunni en greiðslukvittunin verður að fylgja með. Þú getur komið til okkar í H Verslun, Lynghálsi 13, 110 Rvk, opið 12:00 -17:00 alla virka daga, og skilað/skipt vörunni.  

Ef þú vilt senda vöruna til okkar þá greiðir þú sendingarkostnaðinn. 

Við endurgreiðum þér vöruna innan 30 daga frá því að vörunni er skilað. Endurgreiðsla ætti að berast þér innan fimm virkra daga en það getur verið breytilegt milli kortafyrirtækja. Því miður getum við ekki haft áhrif á hraða og verklag kortafyrirtækja.

 

Hvað geri ég ef hef keypt vöru erlendis og þarf að skipta?

Það er ekki hægt að skila né skipta vöru hjá okkur sem keypt er erlendis. Ef verið er að skila eða skipta vöru hjá okkur verður að fylgja kassakvittun eða skilamiði á vörunni.

 

Hvað geri ég ef ég er með gallaða vöru sem keypt er erlendis?

Ef vara er keypt erlendis og reynist gölluð er það ekki á ábyrgð okkar að bæta vöruna. Þú getur sent mynd af gallanum á vörunni á þá búð sem þú keyptir vöruna í og þau aðstoða þig í áframhaldi.

 

Má ég nota mýkingarefni til að þvo dri-fit íþróttafötin mín?

Það er ekki æskilegt að nota mýkingarefni á efni úr Dri-fit þar sem mýkingarefni eyðileggur öndunareiginleika vörunnar.

 

Hvernig get ég haft samband við ykkur?

Þú getur sent okkur fyrirspurn í tölvupósti á netfangið hverslun@icepharma.is.

Svo getur þú líka sent okkur skilaboð á Facebook síðunni okkar: https://www.facebook.com/hverslun og við svörum þér innan sólarhrings.


Eru fleiri spurningar?

Hér finnur þú skilmála H Verslun

Hér finnur þú afhendingarmáta H Verslun

 

Smelltu á myndina til að skoða bæklinginn !