,

Sundfataefni

Efnislegir yfirburðir SPEEDO

 

ENDURANCE+

Klór er settur í sundlaugar til sótthreinsunar og heldur þeim hreinum. Því miður hefur klór einnig áhrif á ýmsar efnasamsetningar, þar á meðal hefðbundin nylon/lycra efni sem notuð eru í sundfatnað. Klórinn brýtur þau niður á mislöngum tíma.

Endurance efnið frá Speedo er klórþolið í samanburði við venjuleg nylon/lycra sundföt því klórinn hefur ekki áhrif á efnasamsetningu þess. Það er kjörið fyrir þá sem stunda sundlaugar að staðaldri hvort sem tekist er á við erfiðar æfingar eða þjóðmálin í heitu pottunum.

Klórinn er vinur sundmannsins því öll viljum við hafa sundlaugarnar okkar eins hreinar og kostur er. Við þurfum hinsvegar að muna að skola klórinn úr sundfötunum og hengja þau til þerris eftir notkun. Liggi þau blaut í sundtöskunni heldur klórinn áfram að vinna á þeim. 

Allir fastagestir sundlauga ættu að kynna sér Endurance sundfötin frá Speedo.

 

ENDURANCE10

Endurance10 er nýtt sundfataefni frá Speedo. Um er að ræða klórþolið sundfataefni sem endist í allt að 10 sinnum lengur en hefðbundið lycra efni. Endurance10 er ekki eins sterkt og Endurance+ en hefur þá kosti að vera mýkra og teygjanlegra. 

Sú stutta reynsla sem komin er á efnið við íslenskar aðstæður leyfir okkur að vænta þess að efnið þoli alla venjulega notkun. Við mælum þó áfram með Endurance+ fyrir þá sem stunda mikið sund.