Naturata
Naturata er lífræn matvara með hina virtu Demeter-vottun. Helstu vörur eru sósur, olíur, súkkulaði og pasta sem gert er úr hreinu og lítið unnu hráefni.
Naturata framleiðir lífrænar vörur sem hafa hlotið Demeter-vottun. Meðal vöruúrvalsins eru sósur, olíur, súkkulaði og pasta.
Demeter-vottun merkir lífaflsræktun og er einn eftirsóttasti gæðastimpill sem lífrænar vörur geta hlotið. Lífaflsræktun er heildræn nálgun á landbúnað sem nær yfir vistfræðilega, hagfræðilega og félagslega þætti framleiðslunnar. Naturata var stofnað í Þýskalandi 1976 og eru gæði á vörum þeirra könnuð og vottuð á öllum framleiðslustigum.
Fyrirtækjavefur
www.naturata.com