Contour Next One Appið
Contour Next One Appið tengist Contour Next One blóðsykursmælinum . Náð er í appið í gegnum App Store eða Google Play. Upplýsingar úr mælinum fara sjálfkrafa yfir í appið í gegnum Bluetooth. Hægt er að senda blóðsykursmælingarnar áfram til fjölskyldumeðlima, eða læknis/hjúkrunarfræðings.
CONTOUR DIABETES appið sýnir niðurstöðurnar á einfaldan og skiljanlegan hátt. Appið mun gera einstaklingnum kleift að fylgjast betur með því hvað hefur áhrif á blóðsykurinn, sérstaklega m.t.t. mataræðis, hreyfingu og lyfjainntöku.
Yfirlit appsins (Menu)
Mínar stillingar: Hægt að skoða, breyta og
stjórna eigin stillingum.
Mitt mynstur: Hægt að fá tilkynningu ef ákveðið mynstur kemur upp við mælingar.
Mínar tilkynningar: Hægt að fá áminningu fyrir blóðsykursmælingu,
lyf,
hreyfingu
eða tíma hjá lækni.
Mínar mælingar: Hægt
að setja inn upplýsingar um eigin meðferð, senda skýrslur til lækna/ hjúkrunarfræðinga
o.fl. (Mælt er með því að senda Blood Sugar Diary (PDF) )
Stillingar: Hér er hægt að stjórna ýmsum stillingum í appinu. T.d. bæta við blóðsykursmæli, breyta
stillingum á aðgangi; stjórna stillingum varðandi tilkynningar;
breyta núverandi landi eða tungumáli; o.fl.
Mínar niðurstöður
Hægt er að snúa símanum lárétt og sjá á auðveldan hátt mælingar yfir ákveðið tímabil. Þannig er einnig hægt að sjá mælingar samhliða lyfjainntöku, mataræði, myndum og minnispunktum.
Mitt mynstur
Appið getur greint mynstur í niðurstöðum. Þetta mun auðvelda einataklingum að greina hugsanlegar ástæður fyrir hækkuðum/lækkuðum blóðsykri.
Mismunandi mynstur geta verið greind:
Alltaf virkt: Einstaklingur fær áminningu ef blóðsykur eru hættulega lár eða hár.
Er virkt: Nýjustu háu/lágu mælingarnar.
Hægt að virkja: alltaf há/lág mæling fyrir/eftir hádegismat; alltaf há/lág mæling á sama vikudegi.