SonoSite
Sonosite voru með þeim fyrstu á markaðnum með svokölluð Point-of-Care ómtæki fyrir bráðadeildir spítala og heilbrigðisstofnanir og heilsugæslur.
Notkun slikra P-o-C ómtækja hefur breiðst hratt út enda gera þau læknum og hjúkrunarfólki kleift að greina hratt og örugglega þegar sjúklingur kemur t.d. inn á bráðadeild og koma viðkomandi í réttar rannsóknir og / eða meðferð. Þau eru útbúin þannig að auðvelt er að fara með þau á milli staða.
Breitt úrval af ómhausum er í boði fyrir hinar ýmsu rannsóknir, og kennsluprógröm fylgja.
Ómækin frá Sonosite eru meðfærileg og sterkbyggð, enda gerð til þess að þola mikið hnjask. Þau koma með 5 ára ábyrgð, bæði á tæki og ómhausum.
Fáanlegar gerðir:
Sonosite X Porte
Sonosite Edge ll
Sonosite Turbo M
Sonosite Sll ( hentar vel fyrir svæfingu)
Sonosite Iviz ( smátæki fyrir t.d. sjúkrabíla og björgunarþyrlur)