Swann-Morton
Swann-Morton er einn þekktasti skurðhnífaframleiðandi í heimi.
Swann-Morton er einn þekktasti framleiðandi á skurðblöðum, skurðhnífum og handföngum í heiminum. Fyrirtækið framleiðir um 70 tegundir af hnífsblöðum og skurðhnífum. Hægt er að velja um 30 mismunandi handföng á hnífana.
Það eru ekki einungis skurðlæknar, tannlæknar og dýralæknar sem nota Swann-Morton því hnífarnir eru einnig notaðir af listamönnum, hönnuðum og iðnaðarmönnum um allan heim.
Swann-Morton var stofnað fyrir tæpum 100 árum og selur nú vörur sínar til meira en 100 landa.