Tannheilsudeild Icepharma
Tannheilsudeild Icepharma leggur áherslu á markaðssetningu vöru í hæsta gæðaflokki sem tengist lausnum á sviði tannlækninga. Hjá deildinni starfa þrír starfsmenn sem hafa áratuga reynslu af tannheilsu og þjónustu við tannlækna.
Tannheilsudeild Icepharma býður vörur frá heimsþekktum framleiðendum sem tannlæknar þekkja og treysta. Framleiðendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera leiðandi á sínu sviði hvort sem um er að ræða kröfur til gæða eða áreiðanleika.
Straumann GroupInstitute Straumann AG leggur mikla áherslu á víðtækar rannsóknir í allri sinni vöruþróun, með yfir 70 ára sögu. Straumann er leiðandi á heimsvísu með yfir 14 milljónir ígræddra tannplanta á heimsvísu.Straumann Roxolid tannplanti er gerður úr Titanium og Zirconium (TiZr) málmblöndu sem er sérstaklega hönnuð fyrir tannplanta. Rannsóknir hafa sýnt að tannplanti úr (TiZr) málmblöndu grær hraðar í beini og er mun sterkari en tannplanti úr hreinu Titanium.
|
---|
ClearcorrectTannréttingakerfið ClearCorrect er eitt vörumerkja Straumann Group, en Straumann er þekkt á heimsvísu fyrir leiðandi lausnir og hágæðavörur á ýmsum sviðum tannlækninga. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 2006. Kerfið er skinnukerfi sem notað er til að meðhöndla tann- og bitskekkjur. ClearCorrect kerfið byggir á mjög þunnum hitamótuðum plastskinnum úr polýúretanplasti. Skinnurnar eru glærar og er þeim skipt reglulega út á meðan meðferð stendur yfir. Þannig er tannréttingameðferð með ClearCorrect kerfinu verulega frábrugðin hefðbundnum tannréttingameðferðum með spöngum eða teinum.
|
---|
Starfsfólk
Starfsfólk hjá Tannheilsudeild Icepharma getur leiðbeint þér varðandi vöruframboð og þjónustu sviðsins.
Hlynur Hafsteinsson
|
---|
Inga Hjaltalín Ingvarsdóttir
|
---|
Arta Ferati
|
---|