Lífsnauðsynlegar lækninga- og hjúkrunarvörur vegna COVID-19

Icepharma býr að því að hafa innan sinna raða heilbrigðismenntað og reynslumikið starfsfólk sem er reiðubúið að aðstoða og miðla sinni þekkingu varðandi þær vörur sem heilbrigðiskerfið þarfnast, ekki síst nú á tímum COVID-19. 

Mikið álag er á heilbrigðiskerfinu og finnum við fyrir aukinni eftirspurn á lækninga- og hjúkrunarvörum er tengjast COVID-19. Sérstaklega ber þar að nefna:

  • Öndunarvélar
  • Súrefnissíur
  • Innúðavélar
  • Sogtæki
  • Hóstavélar
  • Pústbelgir
  • Öndunarmaskar
  • Laryngoscope
  • Súrefnismettunarmælar

Fyrir upplýsingar og aðstoð varðandi lækninga- og hjúkrunarvörur, bendum við á að hafa samband við Heilbrigðissvið Icepharma í eftirfarandi síma og/eða netfang.

Sími: 540-8000

Netfang: heilbrigdissvid@icepharma.is