Bætt líðan, betra líf

Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki með um hundrað ára sögu. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum.

Persónuvernd

Um meðferð persónuupplýsinga heilbrigðisstarfsmanna

Í samræmi við General Data Protection Regulation (EU) 2016/679 og lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, vill Icepharma upplýsa um eftirfarandi varðandi meðferð persónuupplýsinga.

Icepharma safnar persónuupplýsingum í tengslum við fundi og kynningar, þ.m.t. ráðstefnu- og fundarboð. Eingöngu er um að ræða persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna póstsendinga, samskipta, skipulagningar og framkvæmdar funda og kynninga. Þessar upplýsingar gætu t.d. verið nafn, vinnustaður, starfsheiti, netfang, símanúmer, heimilisfang og bankaupplýsingar ef við á.

Icepharma geymir ekki persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt er vegna þessarar vinnslu.

Icepharma þarf stundum að notast við þjónustu frá þriðja aðila í störfum sínum, t.d. samstarfsaðila Icepharma eða þjónustuaðila í upplýsingatækni. Í tilvikum þegar slíkir aðilar kunna að vera staðsettir í löndum utan Evrópu eru í gildi samningar sem tryggja að lögum um persónuvernd sé fylgt.

Ef þú óskar eftir að skoða, fá afrit af, leiðrétta eða eyða persónuupplýsingum getur þú gert það með því að hafa samband við Icepharma. Óskir þú ekki eftir frekari samskiptum við Icepharma vegna kynninga, funda eða ráðstefnuboða getur þú sent tilkynningu þess efnis á personuvernd@icepharma.is.

Teljir þú ástæðu til átt þú rétt á að senda kvörtun til Persónuverndar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica