Skipulag

 

Markaðs- og sölustarfsemi Icepharma er skipt upp í LYFIS/Apótekasvið, Heilbrigðissvið, Heilsu- og íþróttasvið og Lyfjasvið. Stoðsviðin eru Fjármálasvið og Samskiptasvið. 

 

Forstjóri fyrirtækisins er Hörður Þórhallsson.

Heilbrigðissvið

Sviðið sérhæfir sig í sölu á rekstrarvöru og tækjabúnaði til lækninga, hjúkrunar og endurhæfingar auk þjálfunar notenda og viðhalds- og tækniþjónustu. Helstu viðskiptavinir eru sjúkrahús, læknastofur, heilsugæslur, hjúkrunarheimili, apótek og skjólstæðingar. 

Á sviðinu starfa um 20 manns með ólíkan bakgrunn, m.a. úr hjúkrun, verkfræði og tæknigreinum. Mikil áhersla er lögð á sterk tengsl og góða þjónustu við viðskiptavini og birgja. Sviðið er í samstarfi við yfir 90 framleiðendur hjúkrunarvara og lækningatækja sem eru leiðandi á sínu sviði.  

Framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs: Hjörtur Gunnlaugsson.

Heilsu- og íþróttasvið

Kjarnastarfsemi sviðsins felst í sölu og markaðssetningu á lífsstílstengdri vöru og heilsuvöru. Mikil áhersla er lögð á hágæða vörumerki og vörur okkar eru aðgengilegar í öllum helstu verslunum landsins, heilsubúðum, apótekum, ferðamannastöðum, bensínstöðvum, flugvélum, sundlaugum og víðar.

Á sviðinu starfa tæplega 30 manns sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu í sölu- og markaðsmálum.

Framkvæmdastjóri Heilsu- og íþróttasviðs:  Þuríður Hrund Hjartardóttir. 

LYFIS/Apótekasvið        

LYFIS/Apótekasvið sérhæfir sig í þjónustu, markaðssetningu og sölu á samheitalyfjum, lausasölulyfjum og heilsutengdum vörum til apóteka, s.s. hjúkrunarvörum, fæðubótarefnum, snyrtivörum og öðrum lífsstílsvörum. 

Starfsmenn sviðsins vinna náið með og veita fræðslu, upplýsingar og þjónustu til starfsfólks apóteka og viðskiptavina þeirra.

Framkvæmdastjóri LYFIS/Apótekasviðs:  Lilja Dögg Stefánsdóttir

Lyfjasvið

Lyfjasvið er í samstarfi við ríflega 100 birgja á breiðu sviði lækninga. Sviðið annast sölu og markaðssetningu frumlyfja og samheitalyfja, markaðsgreiningar, skráningar lyfja, viðhald markaðsleyfa og alhliða þjónustu til dýralækna. Helstu viðskiptavinir eru sjúkrahús, heilsugæslur, hjúkrunarheimili, apótek, læknar og dýralæknar. 

Á Lyfjasviði starfa 30 manns með fjölbreytta starfsreynslu og mikill meirihluti starfsmanna er með framhaldsmenntun á sviði heilbrigðisvísinda.

Skráningardeild er deild innan Lyfjasviðs sem annast m.a. umsóknir og viðhald markaðsleyfa og samskipti við yfirvöld. Miklar kröfur eru gerðar til dreifingaraðila lyfja á Íslandi og er þar fylgt ströngum alþjóðlegum reglum og lögum. Skráningardeildin þjónar hér lykilhlutverki. 

Framkvæmdastjóri Lyfjasviðs: Bessi H. Jóhannesson.

Deildarstjóri Skráningardeildar: Elísabet Tómasdóttir.

Fjármálasvið

Fjármálasvið annast bókhald, launavinnslu og greiðslu reikninga. Sviðið hefur umsjón með efnahag fyrirtækisins, bæði eignum þess og skuldum og annast deilda- og milliuppgjör rekstrarins og greiningarvinnu. Mötuneyti, viðhald fasteigna og almennur rekstur fellur undir sviðið.

Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs: Karl Sigurðsson.

Samskiptasvið

Samskiptasvið sér um mannauðs- og gæðamál innan fyrirtækisins. Verkefni sviðsins eru fjölbreytt og má þar nefna innri og ytri samskipti, vefumsjón, hönnun, fræðslu og kynningarmál.

Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs og starfsmannastjóri: Solveig H. Sigurðardóttir.