Að starfa hjá Icepharma
Starfsandinn einkennist af krafti, keppni og áræðni en einnig gleði og ánægju. Við bjóðum upp á heilsusamlegt og hvetjandi starfsumhverfi, gott skipulag og leggjum áherslu á jákvæðni og virðingu til að efla samhug meðal starfsmanna.
Icepharma leitast við að
gera starfsfólki kleift að viðhalda vinnuskipulagi sem hentar bæði skyldum þess við fyrirtækið og fjölskyldu.
Starfsmenn eru almennt virkir í hreyfingu eða líkamsrækt af einhverju tagi og er heilsueflandi lífsstíll okkur afar hugleikinn. Icepharma styrkir starfsfólk til líkamsræktar og sér til þess að þeir fái hollan og næringarríkan mat á vinnutíma.
Hjá Icepharma er öflugt félagslíf undir stjórn virks starfsmannafélags sem skipuleggur fasta viðburði og býður einnig upp á óvæntar uppákomur.