Tækniþjónusta á Heilbrigðissviði

Icepharma býður upp á tækniþjónustu á heilbrigðissviði fyrir viðskiptavini sína, s.s. viðgerðir, fyrirbyggjandi viðhald og sannprófun (kvörðun) á heilbrigðis- og lækningatækjum.

Reglubundið fyrirbyggjandi viðhald og eftirlit með tækjum og búnaði er lykilatriði til að tryggja öruggan rekstur í heilbrigðisþjónustu.

M.a. þarf að tryggja að tæki starfi og virki rétt og að mælibúnaður sé marktækur og gefi þá mælinákvæmni sem heilbrigðisþjónustan reiðir sig á.

Tækniþjónustan fer skv. sérstakri verðskrá en jafnframt er boðið upp á sérsniðna þjónustusamninga.

Hafið samband við tækniþjónustu Icepharma í gegnum netfangið thjonusta@icepharma.is
eða í síma 540 4328