Tækniþjónusta á Heilbrigðissviði
Icepharma býður upp á tækniþjónustu á heilbrigðissviði fyrir viðskiptavini sína, s.s. viðgerðir, fyrirbyggjandi viðhald og kvörðun á heilbrigðis- og lækningatækjum.
Reglubundið eftirlit með tækjum og búnaði er lykilatriði til að tryggja öruggan rekstur í heilbrigðisþjónustu.
Tryggja þarf að tækin starfi og virki rétt og að mælibúnaður sé marktækur og gefi þá mælinákvæmni sem heilbrigðisþjónustan reiðir sig á. Tæknimenn Icepharma eru þjálfaðir af framleiðendum til að framkvæma fyrirbyggjandi viðhald samkvæmt tilmælum birgja. Með þessari þjónustu tryggir viðkomandi Heilbrigðisstofnun að lögum um lækningatæki sé framfylgt.
Þjónustan er verðlögð skv. verðskrá Icepharma en jafnframt er boðið upp á sérsniðna þjónustusamninga.
Einnig er hægt að hafa samband við Tækniþjónustu Icepharma í gegnum netfangið thjonusta@icepharma.is eða í síma 540 8030.