Jaundice gulumælir frá Dräger
Fjárfest í nýjum gulumæli til leigu fyrir heilbrigðisstofnanir


Icepharma Tækniþjónusta hefur nýverið fjárfest í Dräger Jaundice Meter JM-105 gulumæli. Tilgangurinn er að bjóða heilbrigðisstofnunum upp á leigumæli á meðan þeirra eigin tæki eru send erlendis í árlegt, lögbundið eftirlit, hjá framleiðanda. Þar sem gulumælirinn gegnir lykilhlutverki í greiningu á gulu hjá nýburum getur verið erfitt fyrir stofnanir að vera án hans og því var brugðist við með þessu úrræði.
Dräger Jaundice Meter JM-105 er leiðandi tæki til mælinga á gulu án blóðtöku, og krefst reglubundins gæða- og öryggiseftirlits til að tryggja nákvæmni og áreiðanleika. Slíkt eftirlit:
- Tryggir stöðugar og klínískar réttar mælingar,
- Eykur öryggi nýbura með því að draga úr hættu á röngum greiningum og óþarfa meðferðum,
- lengir líftíma tækisins og bætir rekstrarhagkvæmni.
Reglubundið viðhald er ekki aðeins fagleg nauðsyn, heldur einnig lögbundin skylda samkvæmt lögum nr. 132/2020 og eftirliti Lyfjastofnunar. Með nýja leigumælinum tryggir Icepharma Tækniþjónusta að heilbrigðisstofnanir geti áfram veitt örugga og áreiðanlega þjónustu, án truflana á meðan viðhald fer fram.




