Nýr þyngdarvagn til öryggisprófana á loftlyftukerfum tekinn í notkun
Nýr þyngdarvagn til öryggisprófana á loftlyftukerfum tekinn í notkun


Icepharma Tækniþjónusta hefur tekið í notkun nýjan 250 kg þyngdarvagn frá Immo A/S, sem gerir kleift að framkvæma álagsprófanir á loftlyftukerfum með raunverulegu þyngdarálagi, í samræmi við leiðbeiningum framleiðanda. Með þessu er tryggt að kerfin beri þann þunga sem þau eru hönnuð fyrir og að öryggis- og neyðarvirkni standist kröfur.
Slíkar prófanir eru lykilþáttur í reglubundnu eftirliti og uppfylla bæði lagakröfur og gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu. Fyrir viðskiptavini felur þetta í sér margvíslegan ávinning:
- Örugg notkun – minni hætta á slysum og rekstrartruflunum.
- Aukin fagmennska – þjónusta sem stenst alþjóðlega staðla og byggir á bestu tækni.
- Traust og áreiðanleiki – kerfin prófuð við raunverulegar aðstæður.
- Lengri líftími búnaðar – reglulegar prófanir draga úr bilunum og kostnaði.
- Samræmi við lög nr. 132/2020 – allt eftirlit er skjalfest og unnið af viðurkenndum sérfræðingum, í samræmi við reglur um lækningatæki og hjálpartæki.
Með þessari fjárfestingu styrkir Icepharma Tækniþjónusta öryggi og gæði þjónustu sinnar og tryggir að loftlyftukerfi notenda standist strangar kröfur heilbrigðiskerfisins.




