Samþykki veitt til Icepharma

Við framkvæmd markaðs- og kynningarstarfs getur verið nauðsynlegt að nota samskiptaupplýsingar (svo sem símanúmer eða netfang) um þá sem markaðs- og kynningarstarfinu er beint að. Í ákveðnum tilvikum krefjast lög þess að Icepharma afli samþykkis einstaklings fyrir því að fulltrúar Icepharma nálgist viðkomandi í tengslum við markaðs- og kynningarstarf sem og fyrir notkun samskiptaupplýsinga í tilgreindum tilgangi.

Við biðjum þig vinsamlegast um að fylla út eftirfarandi samþykktarform viljir þú staðfesta samþykki þitt fyrir því að fulltrúar Icepharma nálgist þig með tölvupósti eða símtali, svo sem til að vekja athygli þína á nýjungum í tengslum við vöruúrval og meðferðir, til að upplýsa þig um og/eða bjóða þér á kynningar, fundi og ráðstefnur, til að viðhalda að öðru leyti góðu sambandi við þig og veita þeir afburða þjónustu.

Stjörnumerkta reiti (*) er nauðsynlegt að fylla út:


* nauðsynlegt að fylla út

Einstaklingur sem veitir samþykki sitt fyrir söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í þágu kynningar- og markaðsstarfs Icepharma getur ávallt dregið samþykki sitt til baka og þar með hafna frekari samskiptum við Icepharma vegna kynninga, funda, ráðstefnuboða eða annarra beinnar markaðssetningar. Veitt samþykki má afturkalla með því að senda inn formlega persónuverndarbeiðni í gegnum vefsíðu Icepharma eða með tölvupósti á netfangið persónuvernd@icepharma.is.

Réttur til að draga samþykki til baka

Einstaklingur sem veitir samþykki sitt fyrir notkun persónuupplýsinga í þágu kynningar- og markaðsstarfs Icepharma getur ávallt dregið samþykki sitt til baka og þar með hafnað frekari samskiptum við Icepharma vegna kynninga, funda, ráðstefnuboða eða annarrar beinnar markaðssetningar. Veitt samþykki má afturkalla með því að senda inn formlega persónuverndarbeiðni í gegnum vef Icepharma eða með tölvupósti á netfangið: personuvernd@icepharma.is.


Samþykki ekki veitt

Viljir þú alfarið hafna notkun persónuupplýsinga um þig í tengslum við markaðs- og kynningarstarf fyrirtækisins getur þú sent tilkynningu þess efnis á netfangið: personuvernd@icepharma.is. Icepharma vill þó vekja athygli á því að fyrirtækinu kann að vera nauðsynlegt að nota persónuupplýsingar um einstaklinga í öðrum tilgangi, s.s. í tengslum við útsendingu og dreifingu á öryggisupplýsingum eða til að uppfylla aðrar lögbundnar skyldur.


Nánari upplýsingar

Frekari fyrirspurnum er varða notkun og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við markaðs- og kynningarstarf Icepharma má beina til persónuverndarfulltrúa Icepharma á netfangið: personuvernd@icepharma.is. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga má finna á vef Icepharma: www.icepharma.is/personuverndarstefna.