Bætt líðan, betra líf

Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki með um hundrað ára sögu. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum.

Samskipti og hlítni

Starfsfólk Icepharma vinnur samkvæmt lögum og reglum sem varða starfsemi fyrirtækisins ásamt siða- og samskiptareglum Icepharma í samskiptum sínum við neytendur, birgja, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. 

Auk þess starfar Icepharma samkvæmt EFPIA siðareglunum varðandi samskipti lyfjafyrirtækja og sjúklingasamtaka annars vegar og samskipti lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsmanna hins vegar. 



Siða og samskiptareglur

Ósar – lífæð heilbrigðis hf. og dótturfélögin Icepharma hf. og Parlogis ehf. starfa í umhverfi sem er varðað lögum, reglugerðum og opinberu eftirliti á ýmsa vegu. 

Ábendingar eða tilkynningar um misferli

Hér er hægt að senda inn ábendingar eða tilkynningar um misferli. Misferli felur m.a. í sér að Ósar og dótturfélögin, Icepharma og Parlogis, eða starfsfólk þessara félaga hafi í störfum sínum orðið uppvíst að ólöglegu athæfi, valdið öðrum tjóni eða brotið gegn siða- og samskiptareglum.

Styrkir

Icepharma starfar samkvæmt samþykktum reglum Frumtaka og samtaka lyfjaframleiðenda í Evrópu (EFPIA) um samskipti lyfjafyrirtækja og sjúklingasamtaka.

Birting fjárhagsupplýsinga

Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga.

Með innleiðingu siðareglna hafa lyfjafyrirtæki og heilbrigðisstarfsfólk unnið að því að efla þær reglur sem samstarf þeirra byggist á.

Merki Icepharma

Hér getur þú nálgast fyrirtækismerki Icepharma.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica