Bætt líðan, betra líf

Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki með um hundrað ára sögu. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum.

Starfsemin

Icepharma á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi, enda má rekja sögu þess aftur til ársins 1919 þegar Stefán Thorarensen stofnaði Laugavegsapótek.

Starfsfólk Icepharma býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu varðandi lyf, lækningar, hjúkrun, endurhæfingu, íþróttir, hreyfingu og heilsueflandi neytendavörur. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.



Skipulag

Markaðs- og sölustarfsemi Icepharma er skipt upp í Heilbrigðissvið, Heilsu- og íþróttasvið, Lyfjasvið og Hönnun og stafrænir miðlar. 

 

Forstjóri fyrirtækisins er Hörður Þórhallsson.

Gildin

Starfsemi Icepharma einkennist af umhyggju gagnvart viðskiptavinum okkar, starfsfólki, fjárfestum og því samfélagi sem við störfum í. 

Til að viðhalda þessum starfsanda reiðum við okkur á þrjú gildi í daglegu starfi.

Ábyrgð

Gleði

Metnaður

 

Mannauðsstefna

Fyrirtækið hefur víðtæk áhrif á líf okkar. 

Það er með starfi okkar hér sem við náum að þroska okkur faglega og það er hér sem við myndum sterk, félagsleg tengsl. 

 

Jafnlaunastefna

Markmið jafnlaunastefnu Icepharma er að tryggja að allt starfsfólk njóti jafnra og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að ómálefnalegur launamunur sé ekki til staðar. Sé óútskýrður launamunur til staðar skal stöðugt unnið að því að útrýma honum. Jafnlaunastefnan nær til allra starfsmanna fyrirtækisins. Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Icepharma og að það sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt fólks, óháð kyni. Mannauðsstjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfið og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85.

Umhverfisstefna

Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki með yfir 100 ára sögu og í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfseminni er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Fyrirtækið leggur áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif frá starfseminni með því að bæta stöðugt árangurinn í umhverfismálum.

Sagan

Icepharma byggir á traustum grunni sem nær aftur til ársins 1919. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica