Starfsemin
Icepharma á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi, enda má rekja sögu þess aftur til ársins 1919 þegar Stefán Thorarensen stofnaði Laugavegsapótek.
Starfsfólk Icepharma býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu varðandi lyf, lækningar, hjúkrun, endurhæfingu, íþróttir, hreyfingu og heilsueflandi neytendavörur. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.
Skipulag
Markaðs- og sölustarfsemi Icepharma er skipt upp í Heilbrigðissvið, Heilsu- og íþróttasvið, LYFIS/Apótekasvið og Lyfjasvið. Stoðsviðin eru Fjármálasvið og Samskiptasvið.
Forstjóri fyrirtækisins er Hörður Þórhallsson.
Skipurit
Yfirstjórn Icepharma.
Gildin
Starfsemi Icepharma einkennist af umhyggju gagnvart viðskiptavinum okkar, starfsfólki, fjárfestum og því samfélagi sem við störfum í.
Til að viðhalda þessum starfsanda reiðum við okkur á þrjú gildi í daglegu starfi.
Ábyrgð
Gleði
Metnaður
Mannauðsstefna
Fyrirtækið hefur víðtæk áhrif á líf okkar.
Það er með starfi okkar hér sem við náum að þroska okkur faglega og það er hér sem við myndum sterk, félagsleg tengsl.
Sagan
Icepharma byggir á traustum grunni sem nær aftur til ársins 1919.