Skráning á ráðstefnuna Framtíðin er heima!

Icepharma velferð býður þér á ráðstefnuna Framtíðin er heima! – Ný nálgun á  mönnunarvanda í heilbrigðisþjónustu, sem haldin verður13. janúar 2026 milli kl. 10:00 til 15:00 á Grand hóteli. í salnum Háteigur. 

Ráðstefnan er boðsráðstefna og er haldin annað árið í röð. 

 

Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að skoða hvernig við sem störfum í heilbrigðismálum á Íslandi getum valdeflt einstaklinginn í eigin heilbrigðisvegferð heima fyrir og hvernig ný nálgun, velferðartækni og þjónustuleiðir geta orðið hluti af okkar framtíðar lausn á mönnunarvanda í heilbrigðisþjónustu. 

  

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Torben K. Hollmann, yfirmaður heilbrigðismála og aldraðra í Næstved í Danmörku. Torben hefur 28 ára reynslu innan heilbrigðiskerfisins, bæði sem starfsmaður, stjórnandi og stjórnmálamaður. Árið 2022 var hann útnefndur 16. valdamesti einstaklingurinn í danska heilbrigðiskerfinu. Í erindi sínu, „Welfare technology must save a collapsed healthcare system“, mun Torben fjalla um hvernig velferðartækni, þar á meðal Teton.ia, er nýtt til að efla fagmennsku og bæta ákvarðanatöku starfsfólks. 

  

Ásamt xxx munu fleiri íslenskir sérfræðingar taka þátt og miðla þekkingu sinni og reynslu. 

  

Athugið að sætaframboð er takmarkað og því mikilvægt að skrá sig sem allra fyrst. 


Skráning á ráðstefnu