Vivus

VIVUS er bandarískt lyfjafyrirtæki, stofnað í Kaliforníu árið 1991, með áralanga sérhæfingu á þróun meðferða við offitu og efnaskiptasjúkdómum.

Með viðurkennda sérþekkingu á klínískri þróun og markaðssetningu leggur fyrirtækið áherslu á að mæta meðferðarþörfum einstaklinga sem glíma við alvarlega og lífshamlandi sjúkdóma, með það að markmiði að bæta lífsgæði þeirra og veita heilbrigðisstarfsfólki ný og árangursrík meðferðarúrræði.

VIVUS starfar á fjölmörgum alþjóðamörkuðum, þar á meðal í Evrópu. Árið 2024 kom lyf frá VIVUS til Íslands sem er nýtt meðferðarúrræði til þyngdarstjórnunar hjá fullorðnum með offitu eða í yfirþyngd með þyngdartengdan fylgisjúkdóm. Um er að ræða hylki sem tekið er einu sinni á dag ásamt hitaeiningaskertu mataræði og hreyfingu. Meðferðin hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs og byggir á samþykktri og einstaklingsmiðaðri nálgun við þyngdartap.



Tengiliðir

Elín Hrönn Ólafsdóttir

Deildarstjóri - Söluhópur 5

Lyfjasvið

elin.hronn@icepharma.is

GSM  892 7112


Hulda Margrét

Viðskiptastjóri - Söluhópur 5

Lyfjasvið

hulda.margret@icepharma.is

GSM  695 8235