• Houdinilogo

Houdini

HOUDINI er sænskt útivistarfyrirtæki sem var stofnað árið 1993 og framleiðir gæða fatnað fyrir útivist, hreyfingu og lífsstíl.

HOUDINI er sænskt útivistarfyrirtæki sem var stofnað árið 1993 og framleiðir gæða fatnað fyrir útivist, hreyfingu og lífsstíl, allt frá ullarnærfötum upp í tæknilegar skeljar og úlpur.

Framsækni og nýsköpun

Framsækni og nýsköpun eru lykilatriði í hönnun útvistarfatnaðar Houdini. Hjá fyrirtækinu er unnið streitulaust að því að hámarka eiginleika fatnaðarins og bjóða upp á tæknilegar og fallegar flíkur í hæsta gæðaflokki.

Made to Move (MTM)

Houdini Made to Move (MTM) er aðferð sem Houdini notast við til að sníða fötin sín sem best eftir hreyfingum líkamans. Hönnunarferlið fer fram á hreyfingu og eru vörurnar þar af leiðandi afar liprar og þægilegar.

Sjálfbærni og fjölnotagildi

Sjálfbærni og fjölnotagildi eru lykilatriði í framleiðslunni. Fyrirtækið sker sig úr flóru útivistarmerkja því það framfylgir afar strangri umhverfisstefnu. Af þeim efnum sem notuð eru í fatnað Houdini stefnir Houdini á að 2021 verði þau 100% endurunnin, endurvinnanleg og/eða niðurbrjótanleg í náttúrunni.

Markmið Houdini er að gera enn betur og minnka vistspor hverrar flíkur. Rýnt er í hvert einasta smáatriði í framleiðslu og flutningi varanna til að valda minnstu mögulegu raski. Yfirlýst markmið Houdini er að verða 100% sjálfbært fyrirtæki.

Fötunum breytt í næringarríkan jarðveg

Fyrirtækið hefur þróað leiðir til að endurvinna efnin sín og breyta gömlum flíkum í nýjar til þess fara betur með auðlindir. Í tilraunaskyni ákvað Houdini að safna saman úr sér gengnum Houdini fötum frá viðskiptavinum og setja þau í moltu, ásamt öðrum lífrænum úrgangi. Fötin eru að langmestu leyti úr lífrænum efnum en rennilásar og teygjur voru klippt í burtu. Örverur í moltunni brutu fötin niður og breyttu þeim í næringarríkan jarðveg. Jarðveginum úr moltunni var svo blandað við venjulega gróðurmold. Upp úr moldinni ræktuðu þau grænmeti og fengu meistarakokk til að matreiða heimsklassamáltíð úr uppskerunni sem tókst mjög vel til. Lestu meira og skoðaðu myndir á thehoudinimenu.com.

Fyrirtækjavefur:

www.houdinisportswear.com


Þetta vefsvæði byggir á Eplica