Icepharma Velferð heldur áfram að vaxa

Icepharma Velferð styrkir teymið með ráðningu Herdísar Kristjánsdóttur

Icepharma Velferð hefur bætt við sig öflugum liðsmanni með ráðningu Herdísar Kristjánsdóttur í nýja stöðu viðskiptastjóra. Með ráðningunni er stigið mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu og þróun velferðartæknilausna innan sviðsins.


Herdís er hjúkrunarfræðingur að mennt og lauk MSc-prófi í stafrænni heilbrigðistækni frá Háskólanum í Reykjavík. Hún býr yfir víðtækri reynslu úr heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hefur áður starfað meðal annars hjá Vinnuvernd, Landspítala og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.


Herdís hóf störf hjá Icepharma Velferð 2. janúar 2026. Í starfi sínu mun hún meðal annars halda utan um Unu, fjarheilbrigðislausn Icepharma Velferðar, auk þess að koma að fleiri spennandi verkefnum sem eru í þróun og munu styðja við stafræna umbreytingu í heilbrigðisþjónustu.


Auk þess mun Icepharma Velferð njóta góðs af því að fá nema í starfsnám til liðs við sig næstu vikur og mánuði. Það er hún Sara Katrín Gunnarsdóttir, sem stundar MS-nám í stafrænni heilbrigðistækni við Háskólann í Reykjavík, sem mun taka þátt í fjölbreyttum verkefnum hjá fyrirtækinu og leggja sitt af mörkum til áframhaldandi þróunar og nýsköpunar.


Icepharma Velferð fagnar komu Herdísar og Söru Katrínar og bindur miklar vonir við framlag þeirra til áframhaldandi vaxtar, nýsköpunar og eflingar þjónustu við viðskiptavini og samstarfsaðila.


Eftir Stefanía Fanney Björgvinsdóttir 14. janúar 2026
Svipmyndir frá ráðstefnu Icepharma velferð 2026 - Framtíðin er heima
30. október 2025
Icepharma Velferð tók þátt í Hjúkrun 2025, stærstu ráðstefnu hjúkrunarfræðinga á Íslandi, sem haldin er annað hvert ár.
28. október 2025
Ótrúleg vegferð Evondos lyfjaskammtara á Íslandi
11. september 2025
Um þrjátíu starfsmenn heimahjúkrunar HSN á Akureyri fóru nýlega í náms- og kynnisferð til Finnlands ásamt starfsmönnnum Icepharma Velferð. Markmið ferðarinnar var að kynnast starfsemi Evondos og efla þekkingu og tengsl á sviði heimahjúkrunar. Í ferðinni var heimsótt verksmiðja Evondos þar sem framleiddir eru sjálfvirk lyfjaskammtarar sem HSN heimahjúkrun hefur verið að nota í sínum daglegu störfum undanfarin ár. Einnig fékk hópurinn tækifæri til að kynna sér tvö finnsk heimahjúkrunarumdæmi og sjá hverning dagleg störf heimahjúkrunar í finnlandi eiga sér stað. Auk þess sóttu starfsmenn HSN námskeið og vinnustofur á vegum Evondos og Icepharma Velferð þar sem rætt var um nýjungar, reynslu og þróun í þjónustu við skjólstæðinga. Mikil gleði og jákvæðni ríkti í hópnum alla ferðina og þakkar Icepharma Velferða öllum þátttakendum fyrir ánægjulega og lærdómsríka daga í Finnlandi.
Embætti landlæknis hefur samþykkt myndsímtalalausn í Evondos Anna lyfjaskammtaranum. Embætti landlæknis hefur samþykkt myndsímtalalausn í Evondos Anna lyfjaskammtaranum.
9. september 2025
Myndsímtöl auka öryggi og draga úr heimsóknaþörf Evondos Anna sem þið eruð nú þegar að nota er með innbyggða myndavél og bíður upp á öruggt myndsímtalakerfi , sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að sjá notandann, fylgjast með lyfjainntöku og meta líðan skjólstæðings í rauntíma. Helsti ávinningur með notkun Evondos er m.a.: Sveigjanlegri þjónusta og færri lyfjainnlit, sem dregur úr álagi starfsfólks og sparar tíma Meira sjálfstæði og öryggi fyrir notendur. „Samþykki Embættis landlæknis markar tímamót. Með Evondos Anna getum við boðið upp á nútímalegri og skilvirkari heimahjúkrun þar sem notendur upplifa öryggi og sjálfstæði, á sama tíma og heilbrigðisstarfsfólk getur nýtt tíma sinn betur,“ segir Stefanía viðskiptastjóri í tilkynningu frá Icepharma Velferð. Ef þú vilt vita meira og fá ítarlega kynningu á Evondos Anna þá skaltu endilega senda okkur póst á velferd@icepharma.is
23. júní 2025
Hjúkrunarfræðingar í takt við nýja tíma
Eftir Stefanía Fanney Björgvinsdóttir 4. júní 2025
Vitalis í Gautaborg og DMEA í Berlín
26. maí 2025
Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu
6. maí 2025
Heimsókn til Danmerkur
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 6. maí 2025
Við hjá Icepharma Velferð héldum ráðstefnuna Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, þann 9. janúar 2025. Hér má sjá ráðstefnuna í heild sinni: 
Show More