Icepharma Velferð heldur áfram að vaxa
Icepharma Velferð styrkir teymið með ráðningu Herdísar Kristjánsdóttur

Icepharma Velferð hefur bætt við sig öflugum liðsmanni með ráðningu Herdísar Kristjánsdóttur í nýja stöðu viðskiptastjóra. Með ráðningunni er stigið mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu og þróun velferðartæknilausna innan sviðsins.
Herdís er hjúkrunarfræðingur að mennt og lauk MSc-prófi í stafrænni heilbrigðistækni frá Háskólanum í Reykjavík. Hún býr yfir víðtækri reynslu úr heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hefur áður starfað meðal annars hjá Vinnuvernd, Landspítala og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Herdís hóf störf hjá Icepharma Velferð 2. janúar 2026. Í starfi sínu mun hún meðal annars halda utan um Unu, fjarheilbrigðislausn Icepharma Velferðar, auk þess að koma að fleiri spennandi verkefnum sem eru í þróun og munu styðja við stafræna umbreytingu í heilbrigðisþjónustu.
Auk þess mun Icepharma Velferð njóta góðs af því að fá nema í starfsnám til liðs við sig næstu vikur og mánuði. Það er hún Sara Katrín Gunnarsdóttir, sem stundar MS-nám í stafrænni heilbrigðistækni við Háskólann í Reykjavík, sem mun taka þátt í fjölbreyttum verkefnum hjá fyrirtækinu og leggja sitt af mörkum til áframhaldandi þróunar og nýsköpunar.
Icepharma Velferð fagnar komu Herdísar og Söru Katrínar og bindur miklar vonir við framlag þeirra til áframhaldandi vaxtar, nýsköpunar og eflingar þjónustu við viðskiptavini og samstarfsaðila.











