• Clearblue_logo

Clearblue

Clearblue er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur í meira en 30 ár hannað og þróað vörur sem aðstoða konur sem eru farnar að huga að því að verða ófrískar eða eru orðnar ófrískar. Markmiðið þeirra er að veita konum frelsi til þess að læra á eigin frjósemi og auka þannig líkurnar á getnaði.

Meðal vöruúrvals Clearblue eru þungunarpróf, egglosarpróf og frjósemis mælar. Samkvæmt rannsóknum eru Clearblue prófin meira en 99% nákvæm.

Clearblue prófin má nálgast í flestum apótekum.

https://www.clearblue.com/


Vörur framleiðanda

Egglos

Clearblue egglospóf 10 stk.

Stafrænt egglosarpróf sem mælir 2 frjósömustu dagana í tíðahringnum. Ef niðurstaðan sýnir broskall þá hefur LH-toppur greinst og sá dagur og dagurinn á eftir er frjósamasti tíminn í tíðarhringnum.

Prófið sýnir meira en 99% nákvæmni.

Ovulation

Clearblue stafrænt egglospóf

Stafrænt egglosarpróf sem mælir 4 frjósömustu dagana í tíðahringnum. Prófið mælir 2x fleiri frjósama daga í tíðahringnum en önnur próf.

Blikkandi broskall sýnir mikla frjósemi og þá eru auknar líkur á getnaði. Broskall sem blikkar ekki sýnir frjósemistoppinn og þá eru mestu líkurnar á getnaði.

Prófið er meira en 99% nákvæmni.

Thungun_1min

Clearblue 1 mínútu þungunarpróf

Þungunarpróf sem getur gefið jákvæða niðurstöður á 1 mínútu ef prófið er gert eftir þann dag sem tíðablæðingar hefðu átt að hefjast. Mælt er með því að bíða í 3 mínútur áður en neikvæð niðurstaða er staðfest.

Clearblue prófin eru meira en 99% nákvæm við prófun á rannsóknarstofu, ef þau eru notuð frá þeim degi sem tíðablæðingar hefðu átt að hefjast.

Thungun_6dagaf

Clearblue þungunarpróf snemmgreining

Þungunarpróf sem hægt er að nota allt að 6 dögum áður en tíðablæðingar ættu að hefjast. Ef prófið er notað áður en tíðablæðingar ættu að hefjast og niðurstaðan er neikvæð getur þungun samt sem áður hafa átt sér stað.

Clearblue prófin eru meira en 99% nákvæm við prófun á rannsóknarstofu, ef þau eru notuð frá þeim degi sem tíðablæðingar hefðu átt að hefjast.

Thungun_viku

Clearblue þungunarpróf með vikutalningu

Stafrænt þungunarpróf með vikuvísi sem segir til hvenær getnaður hefur orðið. Þessar upplýsingar birtast á skjánum ásamt jákvæðri niðurstöðu, t.d. Pregnant 1-2.

Clearblue prófin eru meira en 99% nákvæm við prófun á rannsóknarstofu, ef þau eru notuð frá þeim degi sem tíðablæðingar hefðu átt að hefjast.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica