500.000 lyfjaskammtar gefnir á Íslandi
Ótrúleg vegferð Evondos lyfjaskammtara á Íslandi
Það er með stolti sem við hjá Icepharma Velferð lítum til baka yfir þá ótrúlegu vegferð sem Evondos lyfjaskammtarinn hefur farið á stuttum tíma hér á Íslandi. Frá því að samstarf Icepharma við Evondos hófst í lok árs 2021 hefur tæknin notið síaukinna vinsælda og sannað gildi sitt í daglegu starfi heilbrigðisstarfsfólks og hjá skjólstæðingum um land allt.
Á aðeins þremur árum hefur Evondos lyfjaskammtarinn skilað yfir 500.000 lyfjaskömmtum til einstaklinga sem búa heima og þurfa aðstoð við lyfjagjöf.
Þetta er stór áfangi sem endurspeglar bæði trausta þjónustu og frábært samstarf milli Icepharma Velferðar og þeirra sveitarfélaga og heilbrigðisstofnana sem hafa tekið Evondos lyfjaskammtarana í notkun.
Evondos lyfjaskammtarinn hefur gjörbreytt vinnudegi heilbrigðisstarfsfólks með því að auka öryggi, spara tíma og bæta lífsgæði notenda. Sjálfvirk lyfjagjöf tryggir að réttur skammtur er tekinn á réttum tíma, sem dregur úr mistökum, eykur meðferðarheldni og eykur sjálfstæði skjólstæðinga.
Þjónustuteymi Icepharma Velferðar hefur frá upphafi lagt áherslu á persónulega þjónustu, áreiðanleika og faglega eftirfylgni, sem hefur verið einn af lykilþáttunum í þeim árangri sem hefur náðst. Viðskiptavinir fá hraða og skilvirka aðstoð við innleiðingu, þjálfun og eftirfylgni, ásamt því að geta fengið þjónustu allan sólarhringinn í gegnum þjónustusíma.
„Við erum gríðarlega stolt af því að fá að taka þátt í þessari umbreytingu á heimahjúkrun og lyfjainnlitum á Íslandi,“ segir Stefanía Fanney Björgvinsdóttir. Viðskiptastjóri Icepharma Velferð. „Evondos hefur sannað sig sem velferðartæknilausn sem skilar raunverulegum ávinningi, fyrir heilbrigðisstarfsfólk, þá sem njóta þjónustunnar og fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi.“
Framtíðin er björt, og nú þegar horfir Icepharma Velferð til næstu skrefa með nýjustu kynslóð Evondos sem munu enn frekar einfalda ferla, auka öryggi og bæta lífsgæði notenda.
Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við heilbrigðisstofnanir, sveitarfélög og þjónustuaðila um allt land, með það að markmiði að gera sjálfvirka, örugga og skilvirka lyfjagjöf heimavið að staðalbúnaði á Íslandi.











