Myndsímtal í gegnum Evondos Anna lyfjaskammtara samþykkt af Embætti landlæknis

Myndsímtöl auka öryggi og draga úr heimsóknaþörf
Evondos Anna sem þið eruð nú þegar að nota er með innbyggða myndavél og bíður upp á öruggt myndsímtalakerfi, sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að sjá notandann, fylgjast með lyfjainntöku og meta líðan skjólstæðings í rauntíma. Helsti ávinningur með notkun Evondos er m.a.:
- Sveigjanlegri þjónusta og færri lyfjainnlit, sem dregur úr álagi starfsfólks og sparar tíma
- Meira sjálfstæði og öryggi fyrir notendur.
„Samþykki Embættis landlæknis markar tímamót. Með Evondos Anna getum við boðið upp á nútímalegri og skilvirkari heimahjúkrun þar sem notendur upplifa öryggi og sjálfstæði, á sama tíma og heilbrigðisstarfsfólk getur nýtt tíma sinn betur,“ segir Stefanía viðskiptastjóri í tilkynningu frá Icepharma Velferð. Ef þú vilt vita meira og fá ítarlega kynningu á Evondos Anna þá skaltu endilega senda okkur póst á velferd@icepharma.is
Embætti landlæknis hefur samþykkt myndsímtala lausn í Evondos Anna lyfjaskammtaranum. Með þessu samþykki er nú hægt að framkvæma myndsímtöl milli notenda og heilbrigðisstarfsfólks innan umsjónarkerfis Evondos. Lausnin hefur nú þegar verið í notkun erlendis um nokkurt skeið og hefur reynst vel til að auka öryggi og sjálfstæði notenda. Við hjá Icepharma Velferð og Evondos viljum leggja okkar að mörkum til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk í þeirra mikilvæga starfi ásamt því að stuðla að sjálfstæðri búsetu og öryggi fyrir þeirra skjólstæðinga.
