Hjúkrunarfræðingar í takt við nýja tíma

Hjúkrunarfræðingar í takt við nýja tíma

Þessi grein birtist upphaflega á vísi.is þann 16. júní


Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn fyrir um mánuði síðan þann 12.maí og sama dag birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) metnaðarfulla skýrslu, ,,State of the World’s Nursing 2025”.

 

Í skýrslunni er kallað eftir markvissum fjárfestingum í menntun, störfum og leiðtogahlutverki hjúkrunarfræðinga og lögð rík áhersla á tækniþekkingu þeirra. Skýrslan undirstrikar að tækniþekking og stafrænir hæfileikar séu ekki lengur valkostur heldur nauðsyn í nútíma hjúkrun. Þjálfun í heilbrigðis- og velferðartækni er því orðinn mikilvægur þáttur í menntun hjúkrunarfræðinema sem og þeirra sem starfa við umönnun innan heilbrigðiskerfisins.

 

Þörf fyrir 3.700 ný hjúkrunarrými á næstu 15 árum

 

Við vitum í hvað stefnir en samkvæmt spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks 80 ára og eldri næstum tvöfaldast á Íslandi næstu 15 árin og samkvæmt greiningu KPMG þarf að bæta við um 3.700 hjúkrunarrýmum á þessu tímabili. Vandinn er ekki eingöngu skortur á rýmum heldur snýst hann einnig um skort á starfsfólki.

 

Það væri óskandi að við gætum fjölgað nemum og útskrifuðum hjúkrunarfræðingum enda mikilvægt að fá fleiri hendur. Það er ljóst að við munum ekki ná tilsettum fjölda hjúkrunarfræðinga til að standa undir þeim aukna fjölda fólks sem mun  þurfa  á aðstoð að halda. Hugtakið mönnunargat er oft nefnt í þessu samhengi og vísar til þess þegar fjöldi starfsfólks sem er nauðsynlegur til að reka sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir dugar ekki til að mæta aukinni eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu.

 

Heiminn vantar 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna

 

Þetta er ekki sér íslensk áskorun en samkvæmt WHO er mönnunarvandi ekki eingöngu staðbundið vandamál heldur alþjóðlegt. WHO áætlar að árið 2030 muni skorta allt að 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu – fyrst og fremst í löndum með lágar eða meðaltekjur. Þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk eykst stöðugt á meðan menntun, ráðningar og framboð af starfsfólki nær einfaldlega ekki að halda í við vaxandi þarfir. Þetta þýðir að baráttan um hæft heilbrigðisstarfsfólk á alþjóðavísu verður hörð. Við þurfum hreinlega að nýta betur það sem við höfum og þar kemur tæknin við sögu.

 

Tæknin er ekki hugsuð til að skipta út eða taka yfir störf hjúkrunarfræðinga heldur til að styðja þá í þeirra daglegu störfum. WHO leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar fái ekki aðeins tæknina í hendurnar, heldur einnig þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að nýta hana af þekkingu og öryggi. Það þarf að eiga sér stað tæknivæðing í umönnun og hún þarf að eiga sér stað í samvinnu við þá sem veita þjónustuna. Við þurfum lausnir sem veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn, betri yfirsýn, bættar vinnuaðstæður og raunverulegan stuðning í krefjandi starfi. Tækni sem getur sparað tíma, aukið öryggi og bætt lífsgæði bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk.

 

Snjallar lausnir á mönnunarvandanum

 

Við getum ekki eingöngu leyst vandann með fleiri rýmum og fleira fólki heldur þurfum við einnig snjallari lausnir. Nærtækasta og fljótlegasta leiðin til að bæta úr mönnunarvandanum er að nýta snjallar lausnir sem hafa þegar sannað sig í nágrannalöndunum. Þannig getum við lært af þeirra reynslu og innleitt þessar lausnir hratt og örugglega.

 

Ef við ætlum að innleiða nýjar tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu þá þurfum við að skapa skýran ramma í kringum innleiðinguna, nýta okkur gögn og setja fram mælanleg markmið. Við þurfum að horfa á heildarávinninginn en ekki festast í sílóhugsun. Slík hugsun felur oft og tíðum í sér að ákvarðanir er varða fjármögnun eru teknar út frá einstökum kostnaðarliðum í stað þess að horfa á heildarávinninginn. Við þurfum að tryggja menntun og endurmenntun starfsfólks í nýrri tækni og hér getur einkaframtakið spilað stórt hlutverk með því að mennta og þjálfa starfsfólk í þeim lausnum sem nú þegar eru til.

 

Hjúkrunarfræðingar eru einn af burðarásum heilbrigðiskerfisins, en framtíð hjúkrunar miðað við núverandi og komandi áskoranir er ekki möguleg án nýrra tæknilausna. Þetta eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Við verðum að tryggja að tæknin verði samverkamaður hjúkrunarfræðingsins, ekki eitthvað sem kemur ofan frá, heldur eitthvað sem hjúkrunarfræðingar innleiða og nýta í þeirra núverandi vinnuumhverfi.


Grein þessi er tileinkuð öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem á hverjum degi láta verkin tala og eru tilbúnir að taka á móti aðstoð tækninnar.



Höfundur: Helga Dagný Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Icepharma Velferð



11. september 2025
Um þrjátíu starfsmenn heimahjúkrunar HSN á Akureyri fóru nýlega í náms- og kynnisferð til Finnlands ásamt starfsmönnnum Icepharma Velferð. Markmið ferðarinnar var að kynnast starfsemi Evondos og efla þekkingu og tengsl á sviði heimahjúkrunar. Í ferðinni var heimsótt verksmiðja Evondos þar sem framleiddir eru sjálfvirk lyfjaskammtarar sem HSN heimahjúkrun hefur verið að nota í sínum daglegu störfum undanfarin ár. Einnig fékk hópurinn tækifæri til að kynna sér tvö finnsk heimahjúkrunarumdæmi og sjá hverning dagleg störf heimahjúkrunar í finnlandi eiga sér stað. Auk þess sóttu starfsmenn HSN námskeið og vinnustofur á vegum Evondos og Icepharma Velferð þar sem rætt var um nýjungar, reynslu og þróun í þjónustu við skjólstæðinga. Mikil gleði og jákvæðni ríkti í hópnum alla ferðina og þakkar Icepharma Velferða öllum þátttakendum fyrir ánægjulega og lærdómsríka daga í Finnlandi.
Embætti landlæknis hefur samþykkt myndsímtalalausn í Evondos Anna lyfjaskammtaranum. Embætti landlæknis hefur samþykkt myndsímtalalausn í Evondos Anna lyfjaskammtaranum.
9. september 2025
Myndsímtöl auka öryggi og draga úr heimsóknaþörf Evondos Anna sem þið eruð nú þegar að nota er með innbyggða myndavél og bíður upp á öruggt myndsímtalakerfi , sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að sjá notandann, fylgjast með lyfjainntöku og meta líðan skjólstæðings í rauntíma. Helsti ávinningur með notkun Evondos er m.a.: Sveigjanlegri þjónusta og færri lyfjainnlit, sem dregur úr álagi starfsfólks og sparar tíma Meira sjálfstæði og öryggi fyrir notendur. „Samþykki Embættis landlæknis markar tímamót. Með Evondos Anna getum við boðið upp á nútímalegri og skilvirkari heimahjúkrun þar sem notendur upplifa öryggi og sjálfstæði, á sama tíma og heilbrigðisstarfsfólk getur nýtt tíma sinn betur,“ segir Stefanía viðskiptastjóri í tilkynningu frá Icepharma Velferð. Ef þú vilt vita meira og fá ítarlega kynningu á Evondos Anna þá skaltu endilega senda okkur póst á velferd@icepharma.is
Eftir Stefanía Fanney Björgvinsdóttir 4. júní 2025
Vitalis í Gautaborg og DMEA í Berlín
26. maí 2025
Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu
6. maí 2025
Heimsókn til Danmerkur
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 6. maí 2025
Við hjá Icepharma Velferð héldum ráðstefnuna Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, þann 9. janúar 2025. Hér má sjá ráðstefnuna í heild sinni: 
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 6. maí 2025
Í liðinni viku afhenti Stefanía Fanney, viðskiptastjóri Icepharma Velferð, fyrsta gagnvirka Tover skjávarpann til sjúkrahússins á Blönduósi, í tilefni af afmælishátíð Hollvinasamtaka sjúkrahússins. Afhendingin markar tímamót í innleiðingu á nýrri velferðartækni fyrir eldri borgara á svæðinu. RÚV heimsótti Blönduós og tók upp líflega og skemmtilega frétt sem sýnir hvernig tækninni hefur verið tekin fagnandi. Það gleður okkur að sjá hvernig ferlið hófst með Evondos lyfjaskammtara og hefur opnað dyr fyrir frekari lausnir sem allar hafa það markmið að styðja við bæði íbúa og umönnunaraðila. Tover er gagnvirkur skjávarpi varpar myndum á borð og bregst við hreyfingum notenda. Hann er sérstaklega hannaður fyrir einstaklinga t.d. á hjúkrunarheimilum og stuðlar að aukinni félagslegri og líkamlegri virkni, sem getur haft veruleg áhrif á lífsgæði notenda. Á myndinni má sjá púsluspili varpað á borð sem er eitt af mörgum leikjum og æfingum sem fylgja kerfinu.  Nánar um skjávarpann Horfa má á innslag í fréttum RÚV um tæknina hér: Frétt á vef RÚV