Icepharma Velferð var á Hjúkrun 2025
Icepharma Velferð tók þátt í Hjúkrun 2025, stærstu ráðstefnu hjúkrunarfræðinga á Íslandi, sem haldin er annað hvert ár.
 
  
Ráðstefnan fór þetta árið fram í Hofi á Akureyri þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman til að miðla þekkingu, deila hugmyndum og efla faglegt starf.
Á sama tíma kynntum við Unu sem er ný fjarheilbrigðislausn sem styður við markmið um að færa þjónustu nær fólkinu.
 
Una gerir einstaklingum kleift að fylgjast með eigin heilsu heima, tengjast heilbrigðisstarfsfólki á einfaldan hátt og stuðlar þannig að öruggari og skilvirkari þjónustu.
Við erum stolt af því að vera hluti af þessu mikilvæga samtali og leggja okkar af mörkum til nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu.
Stefanía og Sturla stóðum vaktina fyrir hönd Icepharma Velferðar ásamt öflugum samstarfsaðilum frá Icepharma Heilbrigðislausnum og Icepharma Lyf.
Helga Dagný hélt svo áhrifamikið erindi um Snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun þar sem áhuginn var svo mikill að fólk sat á gólfinu, stóð frammi eða kíkti inn um glugga og hurðir til að fylgjast með.
Það segir allt sem segja þarf: hjúkrunarfræðingar eru tilbúnir að taka þátt í breytingum.
Það er innblástur að sjá hversu opið fagið er fyrir nýrri tækni og lausnum sem geta stutt við störf hjúkrunarfræðinga.
Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar umönnunar en hún gefur þeim tíma, stuðning og ný tól til að sinna sínum skjólstæðingum enn betur.
Við hjá Icepharma Velferð eru sannfærð um hjúkrunarfræðingar verða einn af drifkröftunum í þeirri framþróun sem þarf til að byggja upp sjálfbærara og skilvirkara heilbrigðiskerfi.



 
  
 







