Icepharma Velferð var á Hjúkrun 2025

Icepharma Velferð tók þátt í Hjúkrun 2025, stærstu ráðstefnu hjúkrunarfræðinga á Íslandi, sem haldin er annað hvert ár.




Ráðstefnan fór þetta árið fram í Hofi á Akureyri þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman til að miðla þekkingu, deila hugmyndum og efla faglegt starf.

Á sama tíma kynntum við Unu sem er ný fjarheilbrigðislausn sem styður við markmið um að færa þjónustu nær fólkinu.
 
Una gerir einstaklingum kleift að fylgjast með eigin heilsu heima, tengjast heilbrigðisstarfsfólki á einfaldan hátt og stuðlar þannig að öruggari og skilvirkari þjónustu.

Við erum stolt af því að vera hluti af þessu mikilvæga samtali og leggja okkar af mörkum til nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu.


Stefanía og Sturla stóðum vaktina fyrir hönd Icepharma Velferðar ásamt öflugum samstarfsaðilum frá Icepharma Heilbrigðislausnum og Icepharma Lyf.


Helga Dagný hélt svo áhrifamikið erindi um Snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun þar sem áhuginn var svo mikill að fólk sat á gólfinu, stóð frammi eða kíkti inn um glugga og hurðir til að fylgjast með.
Það segir allt sem segja þarf: hjúkrunarfræðingar eru tilbúnir að taka þátt í breytingum.

Það er innblástur að sjá hversu opið fagið er fyrir nýrri tækni og lausnum sem geta stutt við störf hjúkrunarfræðinga.


Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar umönnunar en hún gefur þeim tíma, stuðning og ný tól til að sinna sínum skjólstæðingum enn betur.


Við hjá Icepharma Velferð eru sannfærð um hjúkrunarfræðingar verða einn af drifkröftunum í þeirri framþróun sem þarf til að byggja upp sjálfbærara og skilvirkara heilbrigðiskerfi.


28. október 2025
Ótrúleg vegferð Evondos lyfjaskammtara á Íslandi
11. september 2025
Um þrjátíu starfsmenn heimahjúkrunar HSN á Akureyri fóru nýlega í náms- og kynnisferð til Finnlands ásamt starfsmönnnum Icepharma Velferð. Markmið ferðarinnar var að kynnast starfsemi Evondos og efla þekkingu og tengsl á sviði heimahjúkrunar. Í ferðinni var heimsótt verksmiðja Evondos þar sem framleiddir eru sjálfvirk lyfjaskammtarar sem HSN heimahjúkrun hefur verið að nota í sínum daglegu störfum undanfarin ár. Einnig fékk hópurinn tækifæri til að kynna sér tvö finnsk heimahjúkrunarumdæmi og sjá hverning dagleg störf heimahjúkrunar í finnlandi eiga sér stað. Auk þess sóttu starfsmenn HSN námskeið og vinnustofur á vegum Evondos og Icepharma Velferð þar sem rætt var um nýjungar, reynslu og þróun í þjónustu við skjólstæðinga. Mikil gleði og jákvæðni ríkti í hópnum alla ferðina og þakkar Icepharma Velferða öllum þátttakendum fyrir ánægjulega og lærdómsríka daga í Finnlandi.
Embætti landlæknis hefur samþykkt myndsímtalalausn í Evondos Anna lyfjaskammtaranum. Embætti landlæknis hefur samþykkt myndsímtalalausn í Evondos Anna lyfjaskammtaranum.
9. september 2025
Myndsímtöl auka öryggi og draga úr heimsóknaþörf Evondos Anna sem þið eruð nú þegar að nota er með innbyggða myndavél og bíður upp á öruggt myndsímtalakerfi , sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að sjá notandann, fylgjast með lyfjainntöku og meta líðan skjólstæðings í rauntíma. Helsti ávinningur með notkun Evondos er m.a.: Sveigjanlegri þjónusta og færri lyfjainnlit, sem dregur úr álagi starfsfólks og sparar tíma Meira sjálfstæði og öryggi fyrir notendur. „Samþykki Embættis landlæknis markar tímamót. Með Evondos Anna getum við boðið upp á nútímalegri og skilvirkari heimahjúkrun þar sem notendur upplifa öryggi og sjálfstæði, á sama tíma og heilbrigðisstarfsfólk getur nýtt tíma sinn betur,“ segir Stefanía viðskiptastjóri í tilkynningu frá Icepharma Velferð. Ef þú vilt vita meira og fá ítarlega kynningu á Evondos Anna þá skaltu endilega senda okkur póst á velferd@icepharma.is
23. júní 2025
Hjúkrunarfræðingar í takt við nýja tíma
Eftir Stefanía Fanney Björgvinsdóttir 4. júní 2025
Vitalis í Gautaborg og DMEA í Berlín
26. maí 2025
Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu
6. maí 2025
Heimsókn til Danmerkur
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 6. maí 2025
Við hjá Icepharma Velferð héldum ráðstefnuna Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, þann 9. janúar 2025. Hér má sjá ráðstefnuna í heild sinni: 
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 6. maí 2025
Í liðinni viku afhenti Stefanía Fanney, viðskiptastjóri Icepharma Velferð, fyrsta gagnvirka Tover skjávarpann til sjúkrahússins á Blönduósi, í tilefni af afmælishátíð Hollvinasamtaka sjúkrahússins. Afhendingin markar tímamót í innleiðingu á nýrri velferðartækni fyrir eldri borgara á svæðinu. RÚV heimsótti Blönduós og tók upp líflega og skemmtilega frétt sem sýnir hvernig tækninni hefur verið tekin fagnandi. Það gleður okkur að sjá hvernig ferlið hófst með Evondos lyfjaskammtara og hefur opnað dyr fyrir frekari lausnir sem allar hafa það markmið að styðja við bæði íbúa og umönnunaraðila. Tover er gagnvirkur skjávarpi varpar myndum á borð og bregst við hreyfingum notenda. Hann er sérstaklega hannaður fyrir einstaklinga t.d. á hjúkrunarheimilum og stuðlar að aukinni félagslegri og líkamlegri virkni, sem getur haft veruleg áhrif á lífsgæði notenda. Á myndinni má sjá púsluspili varpað á borð sem er eitt af mörgum leikjum og æfingum sem fylgja kerfinu.  Nánar um skjávarpann Horfa má á innslag í fréttum RÚV um tæknina hér: Frétt á vef RÚV