Starfsfólk HSN heimsótti Evondos í Finnlandi
Um þrjátíu starfsmenn heimahjúkrunar HSN á Akureyri fóru nýlega í náms- og kynnisferð til Finnlands ásamt starfsmönnnum Icepharma Velferð. Markmið ferðarinnar var að kynnast starfsemi Evondos og efla þekkingu og tengsl á sviði heimahjúkrunar. Í ferðinni var heimsótt verksmiðja Evondos þar sem framleiddir eru sjálfvirk lyfjaskammtarar sem HSN heimahjúkrun hefur verið að nota í sínum daglegu störfum undanfarin ár. Einnig fékk hópurinn tækifæri til að kynna sér tvö finnsk heimahjúkrunarumdæmi og sjá hverning dagleg störf heimahjúkrunar í finnlandi eiga sér stað. Auk þess sóttu starfsmenn HSN námskeið og vinnustofur á vegum Evondos og Icepharma Velferð þar sem rætt var um nýjungar, reynslu og þróun í þjónustu við skjólstæðinga. Mikil gleði og jákvæðni ríkti í hópnum alla ferðina og þakkar Icepharma Velferða öllum þátttakendum fyrir ánægjulega og lærdómsríka daga í Finnlandi.

