Persónuverndarbeiðni send til Icepharma

Persónuverndarbeiðni er til útfyllingar fyrir einstakling sem óskar þess að sækja rétt sinn á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Skilyrði þess að beiðnir verði afgreiddar eru að auðkennisupplýsingar séu fullnægjandi þannig að beiðandi geti sannað á sér deili.

Eyðublaðið má einnig prenta út og senda útfyllt með bréfpósti, merkt Icepharma b.t. persónuverndarfulltrúa, Lyngháls 13, 110 Reykjavík. Persónuverndarbeiðni má einnig senda með tölvupósti á netfangið: personuvernd@icepharma.is


Auðkennaupplýsingar og tegund beiðni:

Hvaða aðgerðum óskar þú eftir?

T.d. vinnsla persónuupplýsinga á tímabilinu frá mánuður/ár og til mánuður/ár

Ef annar aðili sendir persónuverndarbeiðni fyrir hönd hins skráða einstaklings

Aðili sem kemur fram fyrir hönd hins skráða einstaklings

Yfirlýsing vegna persónuverndarbeiðni

Með útfyllingu staðfesti ég eftirfarandi:

  • Að allar upplýsingar sem veittar eru í tengslum við persónuverndarbeiðni eru réttar og veittar Icepharma í þeim tilgangi að brugðist verði við beiðninni.
  • Að ég er sá einstaklingur sem vísað er til í beiðninni og/eða ég hef lagalega heimild til að leggja fram slíka persónuverndarbeiðni fyrir hönd hins skráða einstaklings.
  • Að ég skil að Icepharma kann að vera nauðsynlegt að afla sönnunar á auðkenningu eða frekari upplýsinga frá mér til að geta afgreitt beiðnina.
  • Að ég geri mér grein fyrir því að Icepharma kann að vera ómögulegt að afgreiða persónuverndarbeiðni mína vegna þess að persónuupplýsingar eru ekki tiltækar eða að afgreiðsla beiðnar getur verið háð takmörkunum m.a. vegna laga, hagsmuna annarra sem upplýsingarnar varða eða mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna Icepharma.

Meðhöndlun persónuupplýsinga

Þegar einstaklingur sendir Icepharma persónuverndarbeiðni afhendir hann fyrirtækinu persónuupplýsingar um sig sem eru nauðsynlegar til að hægt sé að afgreiða beiðnina og eftir atvikum hafa samband við beiðanda vegna hennar. Icepharma mun eingöngu nýta persónuupplýsingar sem kunna að safnast við vinnslu beiðnar til þess að afgreiða móttekna persónuverndarbeiðni. Skilyrði þess að beiðni verði afgreidd er að auðkennisupplýsingar séu fullnægjandi þannig að beiðandi geti sannað á sér deili. Ef óskað er eftir sönnun á auðkenningu, t.d. að beiðandi leggi fram afrit af skilríkjum, er slíkum gögnum eytt um leið og beiðni hefur verið afgreidd. Frekari fyrirspurnir um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við persónuverndarbeiðnir má beina til persónuverndarfulltrúa Icepharma á netfangið: personuvernd@icepharma.is. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga má finna á vefsíðu Icepharma: www.icepharma.is/personuverndarstefna.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Afgreiðsla persónuverndarbeiðna

Berist Icepharma persónuverndarbeiðni mun beiðandi vera upplýstur um þær aðgerðir sem gripið verður til eins fljótt og auðið er eða í síðasta lagi innan tveggja vikna frá viðtöku beiðni. Icepharma bregst almennt við persónuverndarbeiðnum þegar Icepharma telst ábyrgðaraðili persónuupplýsinganna en áskilur sér þó rétt til að neita að verða við tilefnislausum eða óhóflegum beiðnum. Telji beiðandi að Icepharma verði ekki við beiðni hans á fullnægjandi hátt getur beiðandi lagt fram kvörtun til persónuverndarfulltrúa Icepharma á netfangið: personuvernd@icepharma.is eða sent kvörtun til Persónuverndar.