Um notkun vafrakaka á vefsvæðum Icepharma
Um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við notkun á vafrakökum.
1. Tilgangur1.1 Eftirfarandi stefna skilgreinir og lýsir nánar notkun Icepharma á vafrakökum. Söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við notkun Icepharma á vafrakökum er í samræmi við :
2. Um fyrstu heimsókn á vefsíður Icepharma2.1 Icepharma hf. heldur úti nokkrum vefsíðum í tengslum við starfsemi sína. Þar ber helst að nefna aðalvefsíðu félagsins, www.icepharma.is, vefsíður í tengslum við netverslanir Icepharma sem og aðrar vefsíður í tengslum við einstök vörumerki. Þegar notandi heimsækir vefsíður Icepharma í fyrsta sinn flytur vafri notandans ákveðnar upplýsingar í vefþjón Icepharma. Þetta er nauðsynlegt af tæknilegum ástæðum þannig að notanda sé gert kleift að fá fram umbeðnar upplýsingar. Til að auðvelda notanda aðgang að vefsíðunum er eftirfarandi upplýsingum safnað, þau vistuð í stuttan tíma og notuð:
Af öryggisástæðum og til að gæta lögmætra hagsmuna Icepharma eru ofangreindar upplýsingar varðveittar í takmarkaðan tíma, m.a. til að geta haldið uppi rekjanleika í tengslum við persónuupplýsingar komi til óheimils aðgangs að netþjónum Icepharma.
3. Almennt um vafrakökur (e. cookies)3.1 Við fyrstu heimsókn notandans á vefsíður Icepharma vistast upplýsingar um heimsóknina (sbr. upplýsingar sem tilgreindar eru í 2.1.) í formi textaskrár með svokölluðum vafrakökum (e. cookies). Þessar textaskrár vistast á minni tækisins í gegnum vafra notandans; í tölvu eða öðrum snjalltækjum þeirra sem heimsækja vefsíðu í fyrsta sinn. Textaskrárnar geyma tilteknar upplýsingar (s.s. upplýsingar um val á tungumálastillingum o.fl.) sem vafrinn kann að endursenda netþjóni Icepharma við næstu heimsókn notandans á vefsíðuna. Vafrakökurnar gera þannig vefsíðum kleift að þekkja tölvur og snjalltæki notenda þegar notandi heimsækir vefsíðuna aftur og því er vafrakaka eins konar starfrænt merki sem man eftir notandanum frá síðustu heimsókn hans á vefsíðuna.
3.2 Vafrakökur hafa ólíkan tilgang og mislangan líftíma. Ákveðnar vafrakökur virka einungis á meðan vafri er opinn og er eytt þegar honum er lokað. Þannig gerir vafrakakan vefsíðum kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á vefsíðunni en þegar notandi fer af vefsvæðinu eyðist vafrakakan og vistast ekki til lengri tíma. Slíkar vafrakökur kallast setukökur (e. session cookies). Aðrar vafrakökur hafa lengri gildistíma, svokallaðar viðvarandi vafrakökur, og virka þannig að þær vistast í tölvum og öðrum snjalltækjum notenda til lengri tíma og muna eftir notandanum, þ.e. vali hans og aðgerðum á vefsvæðinu, þegar hann heimsækir vefsíðuna aftur.
3.3 Vefkökur teljast annað hvort fyrstu aðila kökur eða þriðju aðila kökur. Það ræðst af léni vefsíðunnar sem notar vefkökuna hvort hún telst fyrsta eða þriðja aðila vefkaka. Fyrstu aðila vefkökur eru í grundvallaratriðum vefkökur sem verða til á þeirri vefsíðu sem notandi heimsækir. Þriðju aðila vefkökur eru þær vefkökur sem verða til á öðru léni en því sem notandi heimsækir, en hafa þó ákveðna virkni á vefsíðum Icepharma.
4. Heimild fyrir tæknilegri söfnun og vinnslu persónuupplýsinga4.1 Notkun á vafrakökum byggist á lögmætum hagsmunum Icepharma sem felast í því að geta veitt notendum góða upplifun á vefsíðum og til að stuðla að frekari þróun þeirra. Icepharma hefur einnig lögmæta hagsmuni af því að varðveita þær upplýsingar sem safnast í takmarkaðan tíma af öryggisástæðum, þ.e. til að geta tryggt rekjanleika upplýsinganna komi til óheimils aðgangs að netþjónum Icepharma. Í öðrum tilvikum byggist heimildin á samþykki notandans.
Vafrakökur safna ekki upplýsingum um nöfn notenda, tölvupóstföng, símanúmer eða kennitölur og tilgangur vafrakaka er ekki að auðkenna notendur. Hins vegar gæti komið til þess á ákveðnum tilvikum að vafrakaka safnar miklu magni af öðrum tegundum upplýsinga sem gætu mögulega auðkennt notanda á einn eða annan hátt. Þegar það á við teljast upplýsingarnar til persónuupplýsinga í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Lagagrundvöllur fyrir tæknilegri söfnun, notkun og varðveislu persónuupplýsinga með notkun vafrakaka er samþykki notandans.
5. Vafrakökur á vefsíðum Icepharma5.1 Tilgangur Icepharma með notkun vafrakaka er ekki að auðkenna notendur heldur fyrst og fremst til að gera Icepharma kleift að veita notendum góða upplifun er þeir vafra um vefsíður Icepharma og stuðla að frekari þróun þeirra.
5.2 Vefsíður Icepharma nota bæði setukökur og varanlegar kökur sem teljast annaðhvort til fyrstu-aðila vafrakaka eða þriðju-aðila vafrakaka. Icepharma flokkar vafrakökur eftir eðli þeirra og tilgangi: (1) Nauðsynlegar vafrakökur,
5.3 Eftirfarandi eru upplýsingar um það hvaða vafrakökur Icepharma notar á vefsíðum sínum, tilgangi þeirra og gildistíma:
Ákveðnar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða. Slíkar vafrakökur eru ekki háðar samþykki notenda heldur byggir notkun þeirra á lögmætum hagsmunum Icepharma, sem felast í því að geta veitt góða upplifun á vefsíðu sinni og til að stuðla að frekari þróun hennar. Notendur geta þó alltaf valið að slökkva á slíkum vafrakökum en það getur þó haft áhrif á virkni vefsíðunnar.
Aðrar vafrakökur eru notaðar til að þekkja þegar notandi snýr aftur á vefsíðu og gerir Icepharma kleift að sérsníða innihald og efni vefsíðunnar fyrir notandann eftir vali hans frá síðustu heimsókn, s.s. tungumálastillingar o.fl. Án þessara vafrakaka myndi virkni vefsíðunnar og upplifun notandans vera minni en ef slíkar vafrakökur væru ekki notaðar í þessum tilgangi. Þessar vafrakökur eru þó háðar samþykki notandans og notendur geta hvenær sem er valið að slökkva á virkni þeirra og þar með afturkalla samþykki sitt fyrir notkun þeirra.
Icepharma notast í flestum tilvikum við tvær tegundir af fyrstu aðila setukökum til að greina umferð um vefsíður er tengjast starfsemi Icepharma og til að safna tölfræðiupplýsingum um notkun vefsíðanna. Kökunum er eytt þegar notandi lokar þeim vafra sem notaður er til að skoða vefsíðuna. Upplýsingarnar sem safnast með kökunum eru notaðar til að greina hvaða hlutar vefsíðunnar eru skoðaðir meira en aðrir. Þá notar Icepharma á vefsíðum sínum eina viðvarandi fyrstu aðila setuköku sem er geymd á búnaði notanda í allt að tvö ár, en hún er notuð til þess að greina hvort notandi hafi skoðað vefsíður Icepharma áður og hversu oft notandi heimsækir vefsíðurnar. Ofangreindar kökur teljast tölfræðikökur og er notkun þeirra byggð á lögmætum hagsmunum Icepharma. Notandi getur ætíð valið að slökkva á notkun slíkra vefkaka.
Vefsíður Icepharma hafa einnig tengingu við þriðju aðila vefkökur sem koma frá Google, Facebook og Mailchimp. Slíkar vefkökur þjóna margvíslegum tilgangi og nýtir Icepharma sér þær m.a. við vefmælingar, til að greina notkun á vefsíðum Icepharma og við gæðaeftirlit, sbr. Google Analytics. Google og Facebook nota vefkökurnar til að sérsníða auglýsingar og birta notendum á vefsíðunni eða annars staðar á netinu. Þessar vefkökur flokkast sem markaðskökur og eru geymdar í búnaði notanda í allt að 24 mánuði. Notkun á ofangreindum vefkökum er háð samþykki notanda hverju sinni og notendur geta ætíð valið að hafna notkun slíkra vefkaka. Slíkar kökur verða því ekki virkar nema notendur samþykki þær sérstaklega. Vakin er athygli á því að þriðju aðilar, s.s. þeir sem veita markaðs- og greiningarþjónustu á netinu, nota einnig vafrakökur. Upplýsingar um notkun þeirra á vafrakökum er hægt að finna á vefsíðum þeirra.
6. Notandi getur sjálfur slökkt á eða stillt notkun á vafrakökum6.1 Við fyrstu heimsókn á vefsíðu: Þegar notandi heimsækir vefsíður Icepharma í fyrsta skipti birtist sprett-gluggi á forsíðu vefsíðunnar þar sem viðkomandi er upplýstur um notkun vefsíðunnar á vafrakökum og óskað eftir samþykki hans fyrir notkun á öðrum vafrakökum en nauðsynlegum vafrakökum. Veiti notandi samþykki sitt fyrir notkun á öllum tegundum vafrakaka er kökunum komið fyrir í tæki notandans og eftir það birtist sprett-glugginn notandanum ekki aftur fyrr en líftími vafraka er orðin óvirk. Eftir að líftími vafrakökunnar er liðinn, eða ef notandi.
6.2 Við næstu heimsóknir á vefsíðu: Notendur geta alltaf stillt notkun á vafrakökum, þ.e. samþykkt eða hafnað notkun þeirra, með því að breyta stillingum á vafra. Ef notand hins vegar kýs að hafna notkun allra vafrakaka, þ.m.t. notkun nauðsynlegra vafrakaka, getur það haft áhrif á eða hamlað virkni vefsíðunnar.
6.3 Leiðbeiningar um hvernig má stilla notkun á vafrakökum í netvafranum: Google Chrome:
Aðrir vafrar:
7. Nánari upplýsingarEf notendur vilja ýtarlegri upplýsingar um hvaða vafrakökur Icepharma notar og hvaða upplýsingar safnast við notkun þeirra getur viðkomandi sent tölvupóst á persónuverndarfulltrúa Icepharma á netfangið: personuvernd@icepharma.is. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga í starfsemi Icepharma má finna á vef Icepharma: www.icepharma.is/personuverndarstefna.
Persónuverndarráð Icepharma endurskoðar þennan fyrirvara reglulega til að sjá til þess að hann endurspegli rétta upplýsingagjöf um notkun Icepharma á vafrakökum og söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við slíka notkun.
|