Bætt líðan, betra líf

Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki með um hundrað ára sögu. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum.

Starfsemin

Jafnlaunastefna

Markmið jafnlaunastefnu Icepharma er að tryggja að allt starfsfólk njóti jafnra og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að ómálefnalegur launamunur sé ekki til staðar. Sé óútskýrður launamunur til staðar skal stöðugt unnið að því að útrýma honum. Jafnlaunastefnan nær til allra starfsmanna fyrirtækisins. Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Icepharma og að það sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt fólks, óháð kyni. Mannauðsstjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfið og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Icepharma sig til að:

  • Innleiða og skjalfesta vottað jafnlaunakerfi og viðhalda því
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf og kanna hvort munur mælist á launum eftir kyni
  • Kynna starfsmönnum niðurstöður árlegrar launagreiningar og bregðast við óútskýrðum launamun
  • Gera innri úttekt á jafnlaunakerfinu og halda rýni stjórnenda árlega
  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og hafa áhrif á jafnlaunakerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt.
  • Jafnlaunastefnan er kynnt öllum starfsmönnum Icepharma og er öllum aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins.

1. janúar 2022


Þetta vefsvæði byggir á Eplica