Saga Icepharma

Icepharma byggir á traustum grunni sem nær aftur til ársins 1919.
Í upphafi fólst starfsemin í innflutningi á lyfjum, lyfjagerðarefnum og hjúkrunarvörum fyrir lækna og heilbrigðisstofnanir. Í dag er kjarninn í starfsemi okkar þjónusta, markaðssetning og sala á heilsueflandi vörum. 


1919

1919

Stefán Thorarensen apótekari fær lyfsöluleyfi þann 25. mars 1919 með skjali frá konungi Danmerkur. Í kjölfarið stofnar hann Laugavegs apótek og heildsöluna Stefán Thorarensen hf. 

Í upphafi fólst starfsemin í innflutningi á lyfjum, lyfjagerðarefnum og hjúkrunarvörum fyrir lækna og heilbrigðisstofnanir. Síðar hóf Stefán framleiðslu á lyfjum og árið 1930 var fyrsta töflusláttarvélin keypt. 

1921

1921

Lyfjaverslun ríkisins stofnuð og var hluti af Áfengisverslun ríkisins. 

Áfengisverslunin var til húsa í Nýborg við Skúlagötu og þar var lengi eina áfengisútsalan í bænum. Skipulögð framleiðsla innrennslislyfja hófst síðar hér á landi eða árið 1954.

1967

1967

Austurbakki hefur starfsemi við innflutning á ýmsum vörum.

Starfsemin fólst í innflutningi á þróttavörum, skóm og hjólbörðum. Síðar bættust hjúkrunarvörur, lyf og áfengi við vöruúrvalið.

1970

1970

Lyf hf. stofnað.

1994

1994

Lyfjaverslun ríkisins einkavædd og fær nafnið Lyfjaverslun Íslands.

Hjúkrunarhlutinn færist til Ísmed og lyfjahlutinn til Ísfarm. Dreifingin sameinast Lyfjadreifingu árið 2002.

1995

1995

Fyrirtækið Lyfjadreifing stofnað. 

Starfsemin fólst í dreifingu á lyfjum og öðrum vörum um allt land. Heiti fyrirtækisins var árið 2005 breytt í Parlogis.

1996

 

1996

Stefán Thorarensen sameinast Lyf hf. Sameinað fyrirtæki fékk nafnið Thorarensen Lyf hf.

 

1997

1997

Lyfjaverslun Íslands kaupir Ísfarm.

1999

1999

Heilsuverslun Íslands er stofnuð.

Verslunin sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á heilsuvörum, vítamínum, bætiefnum, náttúrulyfjum og öðrum heilsutengdum vörum.

2000

2000

Lyfjaverslun Íslands kaupir A. Karlsson hf. 

2001

2001

Lyfjaverslun Íslands kaupir Thorarensen Lyf hf.

2002

2002

Nafni Lyfjaverslunar Íslands breytt í Líf hf. 

2004

2004

Fjárfestingarfélagið Atorka kaupir Líf hf. sem átti og rak fyrirtækin Thorarensen Lyf, Ísmed, Grócó, Heilsuverslun Íslands, A. Karlsson, Ilsanta, Lyfjadreifingu og Ísfarm.

Icepharma er stofnað með sameiningu Thorarensen Lyfja, Heilsuverslunar Íslands og Ísfarm. Lækninga- og hjúkrunarvöruhluti Thorarensen Lyfja er fluttur yfir til Ísmed. Formlegur rekstur hefst 1. janúar 2005.

2005

2005

Atorka kaupir Austurbakka.

2006

2006

Icepharma verður til.

Austurbakki, Ísmed og Icepharma sameinast undir nafni Icepharma frá 1. janúar 2006.

2007

2007

Atorka selur Icepharma til stjórnarformanns og lykilstjórnenda í maí 2007.

2016

2016

Icepharma kaupir Yggdrasil.

2018

2018

Icepharma kaupir LYFIS