Umhverfisstefna

Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki með yfir 100 ára sögu og í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfseminni er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Fyrirtækið leggur áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif frá starfseminni með því að bæta stöðugt árangurinn í umhverfismálum.

Icepharma leggur áherslu á að:

 

  • Haga starfsemi fyrirtækisins þannig að neikvæðum umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki
  • Uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum er varða umhverfismál og gera betur eins og kostur er
  • Nýta auðlindir af skynsemi, lágmarka úrgang og hámarka endurvinnslu
  • Neikvæð umhverfisáhrif vegna notkunar á samgöngutækjum á vegum fyrirtækisins verði lágmörkuð
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna
  • Hvetja til samráðs við starfsmenn, birgja, samstarfsaðila og aðra hagaðila, sem og leitast við að bjóða upp á umhverfisvænar vörur
  • Leita leiða til að draga úr kolefnisspori og kolefnisjafna losun frá fyrirtækinu.

 

Icepharma vinnur samkvæmt umhverfistjórnun, setur sér umhverfismarkmið, fylgist með árangrinum og birtir opinberlega.